Náðu í appið
91
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Final Destination 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. apríl 2000

No Accidents. No Coincidences. No Escapes. You Can't Cheat Death.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Alex og hópur miðskólanema fer í skólaferðalag til Parísar. Áður en þau leggja af stað fær Alex hugboð um að flugvélin muni verða alelda nokkrum mínútum eftir flugtak. Hann segir öllum að fara frá borði. Nokkrum andartökum síðar, þegar þau eru komin aftur í brottfararsalinn, þá horfa nemendurnir á flugvélina springa beint fyrir framan augun á sér.... Lesa meira

Alex og hópur miðskólanema fer í skólaferðalag til Parísar. Áður en þau leggja af stað fær Alex hugboð um að flugvélin muni verða alelda nokkrum mínútum eftir flugtak. Hann segir öllum að fara frá borði. Nokkrum andartökum síðar, þegar þau eru komin aftur í brottfararsalinn, þá horfa nemendurnir á flugvélina springa beint fyrir framan augun á sér. Alríkislögregan FBI telur núna að Alex eigi þarna hlut að máli, og fylgist grannt með honum. Vinir hans byrja að halda það sömuleiðis og hætta smátt og smátt að tala við hann. En nú byrja vinirnir að deyja hver af öðrum á dularfullan hátt, og sá sem er að verki virðist vera sláttumaðurinn slyngi. Alex fer að trúa því að örlögin séu hér að verki. ... minna

Aðalleikarar


Final Destination er pottþétt alvöru unglinga hrollvekjumynd. Hún var góð tilbreyting frá myndum eins og I Know What You did last summer og Scream framhöldunum. Devon Sawa leikur strák sem að lendir í því að sjá fyrir atburð sem endar hræðilega. Þegar hann vaknar og segir öllum að fara úr flugvélinni, halda allir að hann sé að missa vitið. Svo gerist það eftir að nokkrir fara af vélinni og hinir ekki, springur vélin í loft upp og allir eru í sjokki. En það er bara byrjunin á martröðinni hjá eftirlifendunum. Mér fannst hugmyndin að myndinni mjög frumleg og vel framkvæmd. Hún er mjög spennandi og mjög blóðug. Devon Sawa, Seann William Scott o.fl. eru alveg allt í lagi. Allavega á Seann besta dauðaatriðið í myndinni. Fín skemmtun fyrir þá sem vilja soldið öðruvísi hrollvekju.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alex(Devon Sawa)er taugaveiklaður menntaskólanemi sem fer í skólaferðalag til Frakklands með nemundum úr sama menntaskóla og hann.

En í flugvélinni fær hann sýn þar sem flugvélin hrapar og springur og öll áhofnin deyr

Hann fær taugaáfall og allir verða hræddir og taugaveiklaðir.

Hann lendir svo í slagsmálum við andstyggilegann strák úr skólanum sínum Carter(Kerr Smith)svo þeir ásamt Terri(Amanda Detmar) kærustu Carters,besta vin Alex(Chad Donella),Clair(Ali Larter)sem trúir honum og svo Billy(Seann William Scott,Stifler úr American Pie) eru öll rekin úr flugvélinni og kennarinn þeirra Valerie(Kirsten Cloke)

fer beð þeim og þau missa af vélinni og um leið og hún fer á loft hrapar hún og allir deyja.Þá fara allir að halda að Alex sé eitthvað freak og allir fjarlægast hann og fólk kemur illa fram við hann nema Clair og þau verða par.

En ekki er sagan búin besti vinurinn deyr á ógeðslegan og yfirnáttúrulegan hátt og það lítur út fyrir að vera sjálfsmorð og þá kemur það í ljós þau áttu öll að deyja í fluginu og nú eltir dauðinn þau uppi og þau eiga að deyja í sömu röð og í fluginu og enginn sleppur lifandi......

Leikstjórinn var einn af þeim sem gerðu X files þættina og hann gerir líka

Final destination 3 og hún verður vonandi betri heldur en 2 sem var ekki góð.

Leikurinn er ekkert sérstakur og og byrjunin frábær.

Dauðaatriðin eru gervileg á köflum en samt mjög flott.

Myndatakan ágæt það sama á við myndina sjálfa og samtölin hallærisleg á köflum.

Persónu sköpuin er slök og maður hefur séð þær svona 1000 sinnum í öðrum myndum.

Og myndin er bara ágæt ekki góð mynd en hún er góð skemmtun og gaman er að fylgjast með dauðaatriðunum.

Tékkið á þessari ef þið eruð unglingar og hryllingsmyndaaðdáendur.

Betri heldur en Final desinination 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágæt unglingahrollvekja en samt kannski stolið úr Omen myndunum. 17 ára nemar eiga að fara í skólaferð til Frakklands en einn strákurinn dreymir um að flugvélin springur í loftinu þannig að hann verður hræddur og fer út með nokkrum vinum sínum. En svo springur flugvélin og dauðinn er á eftir krökkunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágæt unglinga hrollvekja með ágætum leikurum. Myndin fjallar um 17 ára strák sem fær draum um að flugvél sem fer til Frakklands sem hann fer í springur í loft upp. Hann og nokkrir vinir hans fara út en eftir stund springur flugvélin. En þau áttu að dayja þannig að dauðinn (ekki bókstaflega) er á eftir þeim. Kannski ofbeldisfullir dauðar hjá krökkunum en hrollvekjur eiga að vera svoleiðis.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Byrjunin á Final Destination lofar mjög góðu, og er mjög spooky, en svo leysist myndin upp í asnalega og lélega unglingahrollvekju, sem er uppfull af klisjum. Leikararnir eru heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mikil vonbrigði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn