Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög skemmtileg mynd með fullt af góðum leikurum. Myndinn skiftist í nokkrar sögur sem gerast allar nánast á sama tíma. Róbert Arfinnsson ólánsamur gamal maður sem sér konu sem ekki fær afgreiðslu á spítala fyrir hundinn sinn. Karl(Róbert) varð hrifinn af henni og fer heim til hennar og seigist hafa séð að hún hafi ekki fengið afgreiðslu. Konnuna leikur Kristbjörg Kjeld sem áður var leikkona hún verður nokkuð hrifinn af honum en þegar hún fattar að hann er ekkert ríkur sparkar hún honum út. algjör snilld svo reynir hann allt fyrir hana. margt annað kemur fyrir sögu í þessari snilldar mynd en Eggert Þorleifsson finnst mér bera af í hlutverki predkiarans Samúels og ég myndi seigja að hann væri sennilega aðalhlutverkið. Margrét Ákadóttir/Silja Hauksdóttir/Björn Jörundur og Ólafur Darri eru Líka í þessari mynd og standa sig afbragðs vel líka en Eggert Þorleifsson toppar allt.
Það er ekki oft sem maður fer á íslenska kvikmynd eftir leikstjóra sem er að þreyta sína frumraun á hvíta tjaldinu, og á von á góðri skemmtun. Fíaskó er sem betur fer undantekning á þeirri reglu. Handritið er gott (sem er yfirleitt helsti veikleiki íslenskra mynda), leikur fínn (sérstaklega Róbert Arnfinnson og Kristbjörg Kjeld) sem og öll úrvinnsla myndarinnar. Það virðist vera orðin venja hjá íslenskum kvikmyndagagnrýnendum að gefa íslenskum myndum alltaf 3 stjörnur óháð gæðum (Sporlaust og Blossi fengu báðar 3 stjörnur í DV á sínum tíma, Guð hjálpi okkur) en það verður að segjast eins er að Fíaskó er vel að þessari einkunn komin, að mínu mati a.m.k.. Helsti galli myndarinnar er þó endirinn. Áhorfandinn er skilin eftir í lausu lofti og persónurnar halda hver í sína áttina. Skemmtilegra hefði verið að sjá eitt allsherjar uppgjör, en hei, þetta er bara það sem mér finnst.
Fíaskó er einföld og vel gerð mynd sem er laus við allan rembing. Svo sem engin stórmynd enda varla til þess ætlast. Sögurnar þrjár fléttast saman á skemmtilegan hátt. persónusköpunin er trúverðug og leikurinn sérlega góður. Guði sé lof fyrir að leitað var til atvinnuleikara! Sögurnar eru reyndar misjafnar að gæðum. Það kann að vera kostur, því 11 ára gamall sonur minn var ekki á sömu skoðun og ég um hvaða saga væri best. Samtölin þóttu mér vel skrifuð, sérstaklega í fyrstu sögunni þar sem eldra fólk notaði sannarlega sitt tungutak. Tökur og tæknivinna voru með besta móti.
Fíaskó fjallar um líf þrggja kynslóða í Reykjavík og erfiðleika þeirra við að finna ástina. Þetta fólk tengist allt innbyrðis án þess að vita af þvi. Afinn, Karl Bardal (Róbert Arnfinnsson) verður ástfanginn af fyrrverandi kvikmyndastjörnu (Kristbjörg Kjeld) sem er orðin rugluð af Alzheimer og vill ekkert með peningalausan Íslending hafa. Barnabarnið Júlía (Silja Hauksdóttir) er með tvo menn í takinu á sama tíma, hinn viðkvæma og blíðlynda bankastjóra Gulla (Ólafur Darri Ólafsson) og hinn villta og óáreiðanlega sjómann Hilmar (Björn Jörundur Friðbjörnsson). Það sem verra er er að hún er ófrísk og veit ekki hvor á barnið. Mamman Steingerður (Margrét Ákadóttir) hrífst af falsprestinum Salómon (Eggert Þorleifsson) sem er í rauninni drykkjumaður og pervert og nýtir sér söfnuðinn til þess að lifa í vellystingum. Allir þessir einstaklingar eiga eftir að gera upp sín mál og allt stefnir í eitt allsherjar fíaskó. Skrambi erum farin að gera góðar bíómyndir. Með Fíaskó er íslenska kvikmyndavorinu endanlega lokið. Það er komið sumar. Nýliðinn Ragnar Bragason er að gera alveg nýja hluti í íslenskri kvikmyndagerð. Hann er að gera mynd um venjulegt fólk og ástarvandræði þeirra. Hér eru engar yfirborðskenndar glæpamannatýpur eins og er eiginlega alltaf í íslenskum myndum. Hins vegar er þetta alvöru fólk með alvöru tilfinningar og allt er það í þrívídd. Maður hefur svo sem séð svona áður en það er geysilega vel gert hérna. Og ekki skemmir lengdin fyrir. Aðeins 90 mínútur. Allir leikararnir eru frábærir. Gömlu fagmennirnir Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg Kjeld bregðast ekki. Sérstaklega er gaman að fylgjast með stórleik Róberts. Silja Hauksdóttir sýnir hér að hún hefur dýpt sem leikkona og getur vel leikið drama. Hún er mjög fín. Ólafur Darri og Björn Jörundur eru báðir frábærir. Þeir túlka mjög ólíka einstaklinga og fara báðir mjög vel með þá. Margrét Ákadóttir er skínandi góð og Eggert Þorleifsson fer á kostum sem falspresturinn og pervertinn sem verður samt einhvern veginn óttalega brjóstumkennanlegur. Það eiga allir að sjá þessa mynd bara þess vegna til þess að sjá íslenska kvikmyndavorinu ljúka. Af því að ég held að því ljúki núna endanlega með þessu meistaraverki Ragnars Bragasonar. Besta íslenska myndin í ár.
Einstaklega góð íslensk kvikmynd sem sameinar alla höfuðkosti íslenskrar kvikmyndagerðar við dögun nýrrar aldar og er tvímælalaust staðfesting þess að íslensk kvikmyndagerð er orðin einstaklega vönduð og er komin á æðra plan en var t.d. á síðasta áratug. Hún er enn ein íslenska stórmyndin sem kemur á undanförnum tveim árum og er ein af þeim betri (meðal annarra ísl. úrvalsmeistaraverka undanfarið má nefna; Engla Alheimsins, Ungfrúna góðu og húsið, 101 Reykjavík og Dansinn). Kvikmyndin Fíaskó (hún er sko EKKI fíaskó heldur bravúr meistaraverk) gerist í Reykjavík og í henni tvinnast saman 3 sögur af Bardal-fjölskyldunni, laumuspili meðlima hennar og léttgeggjuðum uppákomum á einum sólarhring. Karl (Róbert Arnfinnsson) er ellilífeyrisþegi sem gengur með grasið í skónum á eftir gamalli kvikmyndastjörnu (Kristbjörg Kjeld) sem þjáist af minnisleysi og miklum geðsveiflum. Karl er staðráðinn í að ná ástum hennar, jafnvel þótt hann þurfi að ræna banka! Júlía (Silja Hauksdóttir) er barnabarn Karls, ófrísk og með tvo menn í takinu: Gulla (Ólafur Darri Ólafsson), sem er ljúfur bankastjóri, og Hilmar (Björn Jörundur Friðbjörnsson), villtan sjómann sem er til í næstum því allt. En hvor er faðirinn? Steingerður (Margrét Ákadóttir), mamma Júlíu, veit ekkert af þessu enda upptekin af sínum eigin hugðarefnum. Hún dýrkar trúboðann Salómon (Eggert Þorleifsson), hrífandi mann sem drekkur allt of mikið og lendir í því að uppgötva steindauða fatafellu í nuddpottinum sínum eftir sérlega fjöruga nótt. Þau Steingerður koma líkinu fyrir í bílskottinu með það í huga að kasta því í sjóinn. Allt gengur vel þar til bílnum er stolið, þar með hefjast vandræðin fyrst fyrir alvöru... Þetta er í einu orði sannkallað meistaraverk sem enginn kvikmyndaunnandi ætti að missa af enda skartar hún vandaðri kvikmyndatöku, svipmikilli tónlist, góðri leikstjórn Ragnars Bragasonar (sem sannar án nokkurs vafa að hann á framtíðina svo sannarlega fyrir sér í þessum geira) og einstaklega vönduðum leik allra aðalleikaranna. Að engum þeirra ólöstuðum tel ég án nokkurs vafa að senuþjófarnir séu leiksnillingarnir (gömlu góðu) Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg Kjeld (en þau eru bæði veraldarvanir sviðsleikarar úr Þjóðleikhúsinu þar sem þau hafa unnið margan ógleymanlegan leiksigurinn) og eru þau bæði heillandi og hreint stórfengleg í hlutverkum turtildúfanna Karls Bardal og hinnar Alzheimer-sjúku (og föllnu) kvikmyndastjörnu sem vill vitanlega ekkert eiga saman að sælda með íslenskum (og í þokkabót peningalausum) ellilífeyrisþega (eða hvað?)! Það er hrein unun að fylgjast með þeim í hlutverkunum og eru þau hiklaust gullmolarnir í myndinni. Einnig eru Eggert, Silja, Margrét, Ólafur Darri og Björn Jörundur stórfengleg í hlutverkum sínum. Semsagt þessi kvikmynd er án nokkurs vafa stórfengleg í alla staði og það er því nægar ástæður til að hvetja alla kvikmyndaunnendur til að láta hana ekki fram hjá sér fara, enda eru flestir á því að hún sé með betri íslensku myndum sem gerðar hafa verið, sprenghlægileg og grátleg í senn, og tek ég heilshugar undir það. Ég gef Fíaskó fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni. Hún er einstakt meistaraverk á íslenskan mælikvarða og er hreint ógleymanlega góð í alla stapði
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.fiaskoderfilm.de/start.html
Frumsýnd á Íslandi:
10. mars 2000
VOD:
6. júní 2019
VHS:
9. ágúst 2000