Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Private Parts 1997

(Howard Stern's Private Parts)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Never before has a man done so much with so little.

109 MÍNEnska

Howard Stern, sem átti sér alltaf þann draum heitastan að verða plötusnúður, vinnur sig upp frá því að stjórna útvarpsþætti á útvarpsstöð í miðskóla í Detroit, og slær svo í gegn í Washington, með sérstökum og glannalegum stíl sínum, sem nær eyrum útvarpshlustenda svo um munar. En þrátt fyrir klúran talsmáta í útvarpinu er hann ástríkur... Lesa meira

Howard Stern, sem átti sér alltaf þann draum heitastan að verða plötusnúður, vinnur sig upp frá því að stjórna útvarpsþætti á útvarpsstöð í miðskóla í Detroit, og slær svo í gegn í Washington, með sérstökum og glannalegum stíl sínum, sem nær eyrum útvarpshlustenda svo um munar. En þrátt fyrir klúran talsmáta í útvarpinu er hann ástríkur eiginmaður heima fyrir. Hann þarfnast alls stuðnings sem hann getur fengið þegar hann er svo ráðinn til NBC útvarps- og sjónvarpsrisans í New York, en þar hafa menn aðrar hugmyndir um hvað útvarp á að vera. ... minna

Aðalleikarar


Snilld. Private Parts er fyndnasta mynd sem byggð er á sönnum atburðum. Húmorinn er frábær og liggur maður í hláturskasti út alla myndina. Howard Stern, Robin Quivers og Fred Norris og eru öll frábær í myndinni sem þau sjálf. Paul Giamatti kemur einnig skemmtilega á óvart. Ógeðslega góð og fyndin mynd, sem ég mæli eindregið með. 4 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtilega öðruvísi mynd. Howard Stern er skemmtilega kjaftfor, kannski einum of. Hann yrði örugglega bannfærður í öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hliðstæða Howards á Íslandininu eru Tvíhöfðabræður sem láta allt vaða og komast upp með það. Þó þessi mynd sé svolítið séramerísk hafa flestir af henni gaman. Fínasta afþreying...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Private Parts er skemmtileg sannsöguleg grínmynd þar sem húmorinn er óborganlega grófur en samt fyndinn. Howard Stern leikur sjálfann sig, útvarpssnillinginn mikla sem verður umdeildasti maður Bandaríkjanna. Paul Giamatti, Mary Macormack, Allison Janney og Fred Norrs eru öll stórskemmtileg. Myndin er ekki lítið rugluð en það er líka rugludallurinn Howard Stern sem gerir allt svona fyndið. Stern leikur sjálfann sig af miklum krafti og er mjög raunverulegur. Ekki missa af Private Parts.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórskemmtileg sannsöguleg gamanmynd sem kemur virkilega á óvart. Myndin fjallar um aðalleikarann Howard Stern, líf hans og hvernig hann varð einn frægasti útvarpsmaður bandaríkjanna. Mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn