Alvin and the Chipmunks: The Squeakquel
2009
(Alvin og íkornarnir 2)
Frumsýnd: 26. desember 2009
The Boys are back in town... and they have competition
88 MÍNEnska
21% Critics
49% Audience
41
/100 Alvin og íkornarnir 2 er framhald af hinni vinsælu Alvin and the
Chipmunks frá 2007 og fylgjumst við áfram með íkornaþríeykinu Alvin,
Simon og Theodore sem hafa gert það gott sem poppstjörnur. Þegar
breytingar verða á högum þeirra enda þeir í umsjá rúmlega tvítugs frænda
Dave Saville, hins seinheppna Toby.
Auk þess eru þeir skikkaðir til að fara í skóla... Lesa meira
Alvin og íkornarnir 2 er framhald af hinni vinsælu Alvin and the
Chipmunks frá 2007 og fylgjumst við áfram með íkornaþríeykinu Alvin,
Simon og Theodore sem hafa gert það gott sem poppstjörnur. Þegar
breytingar verða á högum þeirra enda þeir í umsjá rúmlega tvítugs frænda
Dave Saville, hins seinheppna Toby.
Auk þess eru þeir skikkaðir til að fara í skóla og stefnir því allt í að
þeir verði að leggja tónlistarferilinn á hilluna í bili. Þeir hafa aftur á
móti ekki verið lengi í skólanum þegar þeir komast að því að hann er í
miklum fjárhagsvandræðum og upp kemur sú hugmynd að þeir keppi í
hjómsveitarkeppni fyrir hönd hans til að reyna að vinna 25.000 dollara,
sem eru í verðlaun fyrir fyrsta sætið.
Það verður ekki auðvelt fyrir íkornana því aðalandstæðingarnir eru
engar aðrar en hinar hæfileikaríku og sjarmerandi Skríkjurnar, annað
íkornaþríeyki sem samanstendur af Birgittu, Elínborgu og Jónu. Það munu
neistar fljúga á milli þeirra, því báðir ætla sér aðalverðlaunin...... minna