Náðu í appið
31
Öllum leyfð

Alvin and the Chipmunks: The Squeakquel 2009

(Alvin og íkornarnir 2)

Frumsýnd: 26. desember 2009

The Boys are back in town... and they have competition

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Alvin og íkornarnir 2 er framhald af hinni vinsælu Alvin and the Chipmunks frá 2007 og fylgjumst við áfram með íkornaþríeykinu Alvin, Simon og Theodore sem hafa gert það gott sem poppstjörnur. Þegar breytingar verða á högum þeirra enda þeir í umsjá rúmlega tvítugs frænda Dave Saville, hins seinheppna Toby. Auk þess eru þeir skikkaðir til að fara í skóla... Lesa meira

Alvin og íkornarnir 2 er framhald af hinni vinsælu Alvin and the Chipmunks frá 2007 og fylgjumst við áfram með íkornaþríeykinu Alvin, Simon og Theodore sem hafa gert það gott sem poppstjörnur. Þegar breytingar verða á högum þeirra enda þeir í umsjá rúmlega tvítugs frænda Dave Saville, hins seinheppna Toby. Auk þess eru þeir skikkaðir til að fara í skóla og stefnir því allt í að þeir verði að leggja tónlistarferilinn á hilluna í bili. Þeir hafa aftur á móti ekki verið lengi í skólanum þegar þeir komast að því að hann er í miklum fjárhagsvandræðum og upp kemur sú hugmynd að þeir keppi í hjómsveitarkeppni fyrir hönd hans til að reyna að vinna 25.000 dollara, sem eru í verðlaun fyrir fyrsta sætið. Það verður ekki auðvelt fyrir íkornana því aðalandstæðingarnir eru engar aðrar en hinar hæfileikaríku og sjarmerandi Skríkjurnar, annað íkornaþríeyki sem samanstendur af Birgittu, Elínborgu og Jónu. Það munu neistar fljúga á milli þeirra, því báðir ætla sér aðalverðlaunin...... minna

Aðalleikarar

Glötuð mynd
Eftir áhorf mitt á fyrstu myndini sem var rusl ákvað ég samt að gefa mynd nr. 2 séns og sé ég svo sannarlega eftir því. Það er í raun bara til skammar að þetta skuli vera kvikmynd. Því hún er einfaldlega glötuð og ekki eitt atriði sem hægt er að finnast fyndið á einhvern hátt.

Að kalla Alvin and the chipmunks góða mynd er EKKI hægt. Hún er rusl,ófyndinn,illa gerð og svo hallærisleg að það hálfa væri nóg. Ég sé svo sannarlega eftir þessu áhorfi og langar mér ekkert meira en að fá þessar 90 mínútur aftur til baka sem ég sóaði í þessa ógeðslegu þvælu.

Myndina er hægt að drulla yfir endalaust. Hún er svo hrikalega illa gerð,Kjánaleg,ógeðslega leiðinleg,pirrandi karakterar, og allt í allt með þeim verstu á árinu.

Ég nenni nú voða lítið að vera röfla um þessa mynd hversu léleg hún er. En ef þú vilt eyða peningum þínum í þetta sorp be my guest. Alvin and the chipmunks the squeakquel er eitt sú versta sem ég hef nokkurn tímann séð.

1/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn