Náðu í appið
83
Öllum leyfð

Doctor Dolittle 1998

(Dr. Dolittle)

Frumsýnd: 2. október 1998

For thousands of year animals have been trying to tell us something, but their cries have fallen on deaf ears...until they found John Dolittle

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Dagfinnur dýralæknir hefur allt í hendi sér: blómlegan starfsframa, fallega konu og tvær indælar dætur. Hann er líka í þann mund að fara að skrifa undir stærsta samning ævi sinnar. Sem sagt, allt í himna lagi. En þá fara skrítnir hlutir að gerast. Eitt kvöldið keyrir hann næstum því á hund. Hundurinn öskrar "fáviti" og hverfur. Upp frá þessu er Dagfinnur... Lesa meira

Dagfinnur dýralæknir hefur allt í hendi sér: blómlegan starfsframa, fallega konu og tvær indælar dætur. Hann er líka í þann mund að fara að skrifa undir stærsta samning ævi sinnar. Sem sagt, allt í himna lagi. En þá fara skrítnir hlutir að gerast. Eitt kvöldið keyrir hann næstum því á hund. Hundurinn öskrar "fáviti" og hverfur. Upp frá þessu er Dagfinnur búinn að endurheimta hæfileikann sem hann hafði sem barn, þ.e. að geta talað við dýrin. Til allrar óhamingju þá fréttist þetta fjótt, og dýrin fara að flykkjast til hans til að fá bót meina sinna. Samstarfsmenn hans grunar að hann sé að missa vitið, og nú þegar salan á læknastofunni er að fara að ganga í gegn fyrir háar fjárhæðir, þarf að taka snöggar ákvarðanir. Eiga menn að trúa Dagfinni, eða senda hann á geðveikrahæli? Fjölskyldan er um það bil að leysast upp, þegar sirkus tígrisdýr verður allt í einu alvarlega veikt. ... minna

Aðalleikarar


Dr. Dolittle er ein af þeim sumarmyndum sem ollu mér vonbrigðum á árinu. Ég bjóst við að Eddy Murphy myndi aftur fara á kostum eins og hann gerði í The Nutty Professor en Dr. Dolittle er í rauninni ekki mjög ærslafull gamanmynd. Samt má hafa gaman af dýrunum í henni. Myndin segir frá Dr. John Dolittle, mjög færum lækni sem hafði þann eiginleika, þegar hann var barn, að geta talað við dýrin í kringum sig. Hann virðist hins vegar hafa glatað þeim eiginleika með árunum. Þegar hann, kvöld eitt er að keyra heim eftir mjög erfiðan dag, ekur hann næstum yfir hund einn. Allt í einu fer hann að skynja að eiginleiki hans til þess að tala við dýrin er kominn aftur, honum til mikillar skapraunar, þar sem hann á að klára mjög stóran viðskiptasamning á allra næstu dögum. En hlutirnir breytast þegar hann þarf að hjálpa tígrisdýri sem á við virkilegan vanda að glíma. Myndin er furðulega siðfáguð og virkar helst eins og eitthverjar annars flokks Disney íþróttamyndir þegar því er að skipta. Hinsvegar getur hún inn á milli verið mjög fyndin. Sérstaklega fyrst eftir að hann fer að geta talað við dýrin aftur. Eddy Murphy stendur sig ágætlega en hann er í rauninni ekki sprellikarlinn hérna heldur eru það dýrin sem eru mörg hver dálítið geggjuð. Sérstaklega er Chris Rock fyndinn sem mjög kjaftfor hamstur. Albert Brooks er einnig góður sem hið fársjúka tígrisdýr. Sorglegast finnst mér að sjá hinn frábæra leikara, Ossie Davies, vannýttan sem faðir Dolittles. Einnig er endirinn afar slæmur þar sem væmnin og klisjurnar ná öllum tökum. Þokkaleg gamanmynd á köflum sem hefði verið hægt að kreista meira út úr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enn ein leiðinda gamanmyndin. Eddie Murphy leikur hér dýralækni sem kemst að því einn daginn að hann getur talað við dýrin. Myndin getur stundum verið fyndin en það eru líka lélegir fimm aura brandarar í henni. Í heildina er myndin dauf og leiðileg en Eddie Murphy er ekki alslæmur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.03.2017

Downey verður Dagfinnur dýralæknir

Iron Man leikarinn Robert Downey Jr. mun leika aðalhlutverkið í myndinni The Voyage of Doctor Dolittle, sem byggð verður á bókum Hugh Lofting um Dagfinn dýralækni, eins og hann heitir á íslensku. Stephen Gaghan (Syriana, Gol...

22.10.2012

Kötturinn rústar sambandinu

Talandi dýr í bíómyndum eru sívinsæl og er nóg að benda á myndir eins og A Boy And His Dog, Summer Of Sam, Marmaduke og Garfield í þeim efnum. Ryan Reynolds íhugar nú hvort hann eigi að taka þátt í einni slíkri mynd sem á að heita The Voi...

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn