Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

28 Days 2000

Frumsýnd: 9. júní 2000

The Life of the Party... before she got a life

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Eftir að dálkahöfundurinn Gwen Cummings lendir í bílslysi ölvuð, á brúðkaupsdegi systur sinnar, þá fær hún val um að fara í fangelsi eða í áfengismeðferð. Hún velur að fara í meðferð, en er ekki mjög viljug að taka þátt í þeim úrræðum sem í boði eru á meðferðarhælinu, og neitar því að hún eigi við áfengisvanda að stríða. Eftir að... Lesa meira

Eftir að dálkahöfundurinn Gwen Cummings lendir í bílslysi ölvuð, á brúðkaupsdegi systur sinnar, þá fær hún val um að fara í fangelsi eða í áfengismeðferð. Hún velur að fara í meðferð, en er ekki mjög viljug að taka þátt í þeim úrræðum sem í boði eru á meðferðarhælinu, og neitar því að hún eigi við áfengisvanda að stríða. Eftir að hún kynnist öðrum sjúklingum á hælinu, þá byrjar Gwen smátt og smátt að endurskoða líf sitt og sér þá að hún á í raunverulegum vanda. Leiðin að bata verður ekki auðveld, og árangur ekki tryggur eða líklegur jafnvel, en hún er nú tilbúin að gefa þessu séns.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þessi mynd er að mínu mati frekar slöpp, sá hana fyrir dáltið síðan og fannst hún ekkert sérstök. Fjallar um söndru bullock og þegar hún fer á meðferðarheimili eftir að hafa mætt full í brúðkaup systur sinnar, og gert allt hræðilegt, keyrt full og keyrt á og fleirra, og hvernig líf hennar er innan um þessari meðferðarstofnu, ágætist afrþeying svo sem og henntar ákveðnu fólki en ég var ekki að fíla hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Glæsileg túlkun hjá Söndru Bullock í hlutverki Gwennie, sem er alki. Átti ekki bestu æsku og eyðilagði brúðkaup systur sinnar. Hún þarf að vera í meðferð í 28 daga, það er ekki beint það auðveldasta sem hægt er að gera. Ekkert vín, engar pillur ekkert. Mér finnst þetta vera frekar góð mynd, maður trúir alveg að hún vilji breyta ráði sínu en virðist samt ekki að hún hafi verið langt leidd og erfitt að hætta.


Góð mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst hún mjög góð. Einkum fyrir fólk sem á aðstandendur eða eru sjálfir með áfengisvandamál. Einkum fannst mér þetta gott með blóm - hund etc. Í raun ætti það að vera einkunnarorð hjá Meðferðarheimilum! Auk þess sem ég held að hún eigi fullt erindi til beggja kynja, kvenna og karla. Þetta er ekki eingöngu fyrir konur, sem sé þetta er ekki "konumynd". Hún er þess virði að horfa á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég tek undir það sem hann Ásgeir segir hérna. Þetta er góð mynd, sem greinilega alltof fáir hafa tekið eftir. Sandra Bullock er hérna stórgóð í hlutverki Gwen sem hefur að velja á milli þess að fara í fangelsi eða í meðferð eftir að hún hafði ekið blindfull inn í hús hjá einhverju fólki. Henni hundleiðist meðferðin og fólkið sem er þar en þegar hún loksins gerir sér grein fyrir því að ef hún klárar ekki 28 daga meðferðina þá lendir hún í fangelsi (en fær ekki að fara heim eins og hún vonaði). Fyrst reynir hún allt til þess að komast hjá meðferðinni en að lokum skilur hún alvöru málsins og horfist í augu við staðreyndir. Þetta er önnur myndin þar sem Sandra Bullock er ekki að leika litlu sætu stelpuna heldur einhverja vandamálatýpu. Og henni ferst það bara vel úr hendi. Hún ætlar sér greinilega ekki að festast í formúlúhlutverki litlu sætu stelpunnar eins og lengi leit út fyrir að yrði. Bravó Sandra!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kom mér skemmtilega á óvart þar sem ég bjóst við frekar vellulegri grátmynd um afvötnun og endurfæðingu og eitthvað svoleiðis bull. Myndin er i raun mjög sterk grínmynd með góðum leik. Sandra Bullock sýnir hér sína bestu takta síðan í Speed í hlutverki byttunnar Gwen, sem er send í afvötnun eftir að hafa keyrt draugfull inn í stofu hj einhverju vesalings fólki. Á stofnuninni kynnist hún alls kyns furðufiskum, til dæmis þýska hommanum Gerhardt (Alan Tudyk, frábær), heróínneytandanum Andreu (Azura Skye) og kynlífsfíklinum Bobby (Viggo Mortensen). Aðrir karakterar eru jafn óborganlegir. Sem betur fer tekst Söndru, leikstjoranum Betty Thomas og handritshöfundinum Susönnu Grant (Erin Brockovich) að forðast klisjur; hverjum hefði t.d. dottið í hug að láta Steve Buscemi leika einn ráðgjafann en ekki einn dópistann a hælinu? Í heildina séð skemmtileg og létt mynd sem kemur svo sannarlega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn