Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Emanuele Gerosa fæddist árið 1975 í Rovereto, Ítalíu. Hann útskrifast úr samtímasögu við háskólann í Bologna árið 2011 og sama ár byrjar hann að starfa sem kvikmyndagerðarmaður.
Árið 2015 lýkur hann við fyrstu heimildarmyndina sína í fullri lengd, Between Sisters. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, þar á meðal kvikmyndahátíðin í Trento og kvikmyndahátíðin í Ismailia.
Árið 2019 lýkur Emanuele við nýju hemildarmynd sína One More Jump og hefur kvikmyndin hlotið fjölda verðlauna, þar á meðal á kvikmyndhátíðinni í Trento, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kazan og SalinDocFest á Ítalíu.
Aðspurður um val sitt á viðfangsefni myndarinnar hafði Erosa þetta að segja: ,,Parkour er íþrótt sem snýst um að komast yfir ólíkar hindranir með því að hlaupa og hoppa í bland við ýmiskonar fimleikaæfingar. Það er ákveðinn symbólískur samnefnari milli parkour og þess veruleika sem fólk þarf daglega að takast á við sem býr á Gazasvæðinu.”
One More Jump er önnur heimildarmynd Erosa í fullri lengd. Fyrri myndin “Between Sisters” vakti einnig mikla athygli og vann til fjölda verðlauna. Margir horfa til Erosa sem einn af áhugaverðustu heimildarmynda-leikstjórum samtímans.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
27. mars 2022