Náðu í appið
Krippendorf's Tribe
Öllum leyfð

Krippendorf's Tribe 1998

Frumsýnd: 5. júní 1998

Discover the Tribe

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 16% Critics
The Movies database einkunn 5
/10

Myndin fjallar um einstæðan föður og mannfræðing, sem hefur notað styrkveitingu til rannsókna til að fæða og klæða börnin sín. Þegar næstum kemst upp um svikin þarf mannfræðingurinn að dulbúa börn sín sem meðlimi þjóðflokks frá Nýju Gíneu sem hann þóttist vera að kanna.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Gagnrýni (2)


Richard Dreyfuss leikur hér mannfræðing sem skáldar ættbálk í Afríku til að bjarga sér úr veseni í háskólanum sem hann starfar í. Jenna Elfman leikur aðstoðarkonu hans sem veit ekki að þetta er plat fyrr en langt er á liðið. Krippendorf's tribe er semsagt misheppnuð og er bara léleg í alla staði en miðað við það þá er hún alveg horfanleg. Að minnsta kosti til að horfa á einu sinni. Það sem hana vantar er handrit sem býður upp á meiri ærslagang en það er einmitt það sem verður að fylgja þessari grunnhugmynd. Það bara gerist ekki nógu margt djúsí og húmorinn er í algjöru lágmarki. Nokkur góð atriði líma þessu þó saman og gera þetta að viðunandi sorpi ef þannig má að orði komast. Dreyfuss og Elfman standa sig ekki sem verst en eiga engan stórleik samt. Allt í allt mislukkuð mynd sem hefði getað orðið svo góð en hún bara er það ekki. Ég hvet ykkur ekki til að forðast beint Krippendorf's tribe því alslæm er hún ekki en þið getið alveg látið hana framhjá ykkur fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar mannfræðing sem er í krísu í sínu lífi og baráttu hans við vonda mannfræðinginn sem vill stela einhverju frá honum. Þetta er ein allra lélegasta mynd sem ég hef séð (tvisvar) um ævina (til og frá útlöndum í Flugleiða vél og kann ég þeim engar þakkir fyrir) allavega illa leikin leikstýrð og fáránlega leiðinlegur söguþráður gerir þetta að einni lélegustu mynd sem ég hef séð !!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn