Toy Story 2
1999
Frumsýnd: 11. febrúar 2000
The toys are back in town.
92 MÍNEnska
100% Critics
87% Audience
88
/100 Óskarsverðlaun 2000: Tilnefnd:Besta lag – „When She Loved Me“
Í Toy Story 2 hafa Woody og Buzz sæst frá því í fyrstu myndinni og er Woody að búa sig undir að fara í sumarbúðir yfir helgi með Andy, stráknum sem á öll leikföngin. Andy tekst því miður að rífa handlegginn óvart af Woody, sem leiðir til þess að hann er skilinn eftir uppi á hillu þegar Andy leggur af stað. Á meðan Andy er í burtu ákveður mamma hans... Lesa meira
Í Toy Story 2 hafa Woody og Buzz sæst frá því í fyrstu myndinni og er Woody að búa sig undir að fara í sumarbúðir yfir helgi með Andy, stráknum sem á öll leikföngin. Andy tekst því miður að rífa handlegginn óvart af Woody, sem leiðir til þess að hann er skilinn eftir uppi á hillu þegar Andy leggur af stað. Á meðan Andy er í burtu ákveður mamma hans að halda bílskúrssölu og ætlar að selja Wheezy, gamla gúmmímörgæs. Þegar Woody laumast út í garð til að bjarga Wheezy er hann óvart skilinn eftir þar og er stolið af leikfangasafnaranum Al McWhiggin þegar móðirin neitar að selja hann.
Buzz og félagar verða því að leggja upp í langa og stórhættulega ferð til að bjarga Woody áður en hann verður safngripur hjá Al til frambúðar. Vandamálið er hins vegar að Woody líkar vistin hjá Al ekkert svo illa, þar sem komið er fram við hann sem dýrmætan söfnunargrip...... minna