Aðalleikarar
Mér finnst þessi mynd alveg framúrskarandi. Hún er fyndin og skemmtileg í alla staði og mér fannst eiginlega Gullgrafarinn og potatohead skemmtilegastir.
Ég er mikill aðdáandi disneymynda og ef ég verð að segja eins og er þá finnst mér toy story 2 ein af þeim bestu.
Þetta er mjög skemmtileg fjölskyldumynd sem fjallar um leikföng. En það á að verað garðsala í garðinum hjá fjölskylduni sem á öll þessi leikföng. Viddi þarf að fórna sínum höndum og þarf m.a að bjarga einu leikfanginu en þá kemur í ljós að það er maður sem er ákaflega hrifinn að honum Vidda. Hann tekur hann náttúrlega með sér en handleggurinn er slitinn. (áður en þetta gerðist var Addi eigandinn hans búinn að leika sér með Vidda og þannig slitnaði handleggurinn hans.) En þá kemur Bósi til bjargar og gerir sitt besta.
ekki tekst það hið besta. Öll leikföngin þurfa að fara heim til þennan mann á meðan fjölskyldan eru í kúrekabúðum.
Leikföngin verða að sjálfsögðu mjög lengi en það hefst.
En maðurinn ætlar að selja leikföngin sem hann á og græða heilmikla peninga á því... hvernig skyldi þetta enda??
þetta er mynd fyrir fólk á aldrinum 5-70 ára (jafnvel eldri)
Þessi mynd er mjög góð! Þótt að ég sé búin að sjá þessa mynd soldið oft samt er hún mjög góð ennþá.Viddi,Bósi og allir hinir eru rosalega fyndnir í þessari mynd.Ég mæli með henni!!!!
Þessi mynd er hrein og bein snilld! Ég er alveg sammála um það að þessi mynd (Toy story 2) sé miklu betri en fyrri myndin, þar sem Viddi og Bósi eru óvinir.
Toy story 2 er miklu fyndnari þar sem allir geta hlegið, bæði börn og fullorðnir, þá sérstaklega að þessum yndislegu Barbie dúkkum sem koma nokkrum sinnum við sögu. Ég fór með allri yngri kynslóðinni af frændsystkinum mínum á hana á íslensku samt hló ég miklu meira en þau og þegar myndin var búin var ég ákveðin í því að kaupa mér hana, á ensku samt (oftast eru Disney myndir fyndnari á ensku en samt ekki alltaf.), en það er aukaatriði! Allir sem hafa e-ð gaman af að hlæja að því sem gerist í heimi leikfanganna ættu að sjá þessa mynd. Auðvitað er smá væminn kafli þarna inn í miðju en Disney er alltaf með e-ð væmið í myndum sínum svo maður vissi það alveg fyrirfram.
Mæli með þessari alveg óhikað fyrir alla sem vilja kitla hláturtaugarnar. Algjör SNILLD!! ;)
Þessi mynd er mjög léleg og mjög barnalegt grín í henni. Fyrri myndin var mun betri bara skemtilegri. Aukapersónunar eru ekkert skemtilegar. Því miður finst mér hún ekki góð.
Um myndina
Leikstjórn
John Lasseter, Michael Douglas, Lee Unkrich
Handrit
John Lasseter, Ralph Guggenheim, Steve Jobs
Vefsíða:
www.pixar.com/feature-films/toy-story-2
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
11. febrúar 2000
Útgefin:
29. apríl 2010
VHS:
28. september 2000