Mömmumorgnar endurteknir

Sambíóin munu föstudaginn 28. október og föstudaginn 4. nóvember endurtaka vinsælu MömmuMorgna bíósýningarnar. Sýnd verður myndin THE HELP kl. 10.30 f.h.

Vekja skal athygli á því að selt er í númeruð sæti og mæðurnar hafa nóg pláss í kringum sig, hver móðir lágmark eitt sæti aukalega til að geyma bleyjur, burðarstól, yfirhafnir o.s.frv.

Mömmurnar ættu því að geta gert sér dagamun með börnum sínum og skella sér í bíó en miðaverði er stillt í hóf, aðeins 800 kr.

Hægt er að tryggja sér miða á heimasíðu Sambíóanna.

Trailer fyrir The Help má sjá hér.