The Help
Öllum leyfð
Drama

The Help 2011

Frumsýnd: 28. október 2011

Change begins with a whisper

8.1 389,236 atkv.Rotten tomatoes einkunn 76% Critics 8/10
146 MÍN

Myndin er byggð á metsölubók Kathryn Stockett og fjallar um líf auðugra hvítra kvenna í Mississippi og þeldökka þjóna þeirra. Í The Help fer Emma Stone með hlutverk hinnar forvitnu og réttlátu Skeeter, sem snýr aftur til heimabæjar síns eftir nám við virtan háskóla. Hún á sér þann draum að verða rithöfundur en dvöl hennar við skólann víkkaði... Lesa meira

Myndin er byggð á metsölubók Kathryn Stockett og fjallar um líf auðugra hvítra kvenna í Mississippi og þeldökka þjóna þeirra. Í The Help fer Emma Stone með hlutverk hinnar forvitnu og réttlátu Skeeter, sem snýr aftur til heimabæjar síns eftir nám við virtan háskóla. Hún á sér þann draum að verða rithöfundur en dvöl hennar við skólann víkkaði sjóndeildarhring hennar og opnaði fyrir henni hliðar á lífinu sem voru henni huldar áður. Skeeter verður strax völd að umróti í bænum þegar hún ákveður að taka viðtöl við hörundsdökkar þjónustustúlkur sem starfað hafa fyrir ríku, hvítu fjölskyldurnar bænum. Skeeter er harðlega gagnrýnd bæði af sínum eigin vinum og öðrum sem finnst ekki viðeigandi að taka slík viðtöl. En brátt kemur þjónustustúlkan Abileen fram og samþykkir að tala við Skeeter. Þrátt fyrir að þær afli sér báðar óvinsælda með þessu skrefi halda þær ótrauðar áfram og smám saman koma fleiri þjónustustúlkur fram sem vilja segja sögu sína.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn