Mayhew leikur Chewbacca á ný

PeterMayhew_zps38e53284Vákurinn geðþekki mun mæta til leiks í nýjustu Star Wars myndinni. Leikarinn Peter Mayhew mun aftur leika Chewbacca og mun slást í lið með vélmennunum R2-D2 og C-3PO.

Formaður Disney, Alan Horn, sagði frá því fyrir tæpri viku að nýjasta myndin væri nú þegar byrjuð í tökum og að flestir leikarar væru á setti. Mayhew átti að mæta á ráðstefnu á dögunum en komst ekki vegna þess að hann var í tökum á myndinni.

Mayhew hefur helgað feril sínum loðna skrímslinu, fyrir utan nokkrar endutekningar og má þar nefna hryllingsmyndina Terror.

Frumsýningardagur Star Wars: Episode VII verður 18. desember, 2015 í Norður-Ameríku.