Myndin sem flestir tölvuleikjaunnendur hafa beðið eftir, Max Payne, skaust á toppinn bæði í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum sem og á Íslandi. Gagnrýnandi Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, hefur birt dóm sinn, en hann má nálgast með því að smella hér.
Vel yfir 3.500 manns sáu myndina, en Reykjavík-Rotterdam er enn vinsæl og heldur sér í 2.sætinu. Á DVD markaðnum er það hins vegar What happens in Vegas… sem situr á toppnum yfir vinsælustu leigumyndir liðinnar viku.

