Margverðlaunaður leikstjóri látinn

800px-Still_portrait_Mike_NicholsHinn margverðlaunaði leikstjóri Mike Nichols, sem meðal annars gerði myndirnar Who’s Afraid of Virginia Woolf og The Graduate, og var einn af fáum mönnum til að vinna Emmy verðlaun, Grammy verðlaun, Óskarsverðlaun og Tony verðlaun, er látinn 83 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall.

Nichols var kvæntur fyrrum fréttaþul ABC World News, Diane Sawyer.

Nichols hét upphaflega Michael Igor Peschkowsky og fæddist í Berlín í Þýskalandi árið 1931. Hann hóf ferilinn sem leikari á sviði og stofnaði á sjötta áratug síðustu aldar gamanleikhópinn Second City frá Chicago, en hluti af þeim hópi voru m.a. gamanleikararnir John Belushi og Bill Murray.

Nichols, sem var fjórgiftur, skilur eftir sig eiginkonuna Sawyer, börnin Daisy, Max og Jenny, og fjögur barnabörn.

Síðasta mynd Nichols sem leikstjóra var Charlie Wilson’s War frá árinu 2007.