Malek setti skilyrði fyrir Bond hlutverki

Áður en Óskarsverðlaunaleikarinn og Bohemian Rhapsody stjarnan Rami Malek samþykkti að taka að sér hlutverk aðal óþokkans í næstu James Bond kvikmynd, vildi hann fá staðfestingu á því frá leikstjóranum Cary Fukunaga, að persónan sem hann átti að leika yrði ekki bókstafstrúarmaður né heldur arabískumælandi, að því er breska dagblaðið Daily Mirror greinir frá. „

Rami Malek í hlutverk Freddie Mercury.

„Þetta er frábær persóna, og ég er mjög spenntur,“ segir Rami sem er af egypsku bergi brotinn. „En ég hafði áhyggjur af einu sem ég ræddi við Cary. Ég sagði, „Við getum ekki tengt hann við neina tegund hryðjuverka sem framin eru á grundvelli hugmyndafræði eða trúar. Það er nokkuð sem ég myndi ekki samþykkja, þannig að ef það er þessvegna sem ég er valinn í hlutverkið, þá verð ég að gefa þetta frá mér.“ En þetta var ekki það sem hann var að hugsa. Persónan er því annarskonar hryðjuverkamaður.“

Malek ræddi einnig um ábyrgðina sem felst í því að leika Bond þorpara.

„Þetta er enn eitt snjalla handritið frá fólkinu sem veit fullkomlega hvað menn vilja sjá í þessum kvikmyndum,“ sagði Malek. „En ég finn að það er ákveðinn þungi sem hvílir á herðum mínum vegna þessa. Ég á við, Bond er eitthvað sem við öll ólumst upp við.“

Næsta James Bond kvikmynd, sem gengur undir nafninu Bond 25, af því að hún er sú 25. í röðinni, mun koma í bíó 8. apríl 2020.