Lohan í steininn

Hollywoodstjarnan Lindsey Lohan er á leið í steininn eftir að dómari dæmdi hana í 90 daga fangelsi fyrir að klikka á því að mæta í áfengismeðferð. Lohan grét í réttarsal og bar sig illa eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Lohan var af mörgum talin ein heitasta ungstjarnan í bransanum, en hefur djammað ansi stíft síðustu ár og ferillinn því ekki orðið jafn glæstur og margir bjuggust við.

Stikk: