Leynilögga, mynd Hannesar Þórs Halldórssonar, með Auðunni Blöndal í hlutverki lögreglu í baráttu við harðsvíraða glæpamenn, og sjálfan sig á sama tíma, heldur áfram sigurgöngu sinni í miðasölunni og nú hafa rétt tæplega 25,000 gestir séð myndina í kvikmyndahúsum hér á landi á aðeins 13 dögum. Tekjur af sýningum nema samtals tæplega 45 milljónum króna.
Önnur vinsælasta mynd síðustu helgar var Marvel ofurhetjumyndin Venom: Let There be Carnage, en samtals hafa nú tæplega ellefu þúsund manns borgað sig inn á myndina á þeim tveimur helgum sem myndin hefur verið í sýningum. Bond er sem fyrr í þriðja sæti listans eftir fjórar vikur í sýningum. Tæplega 52 þúsund manns hafa barið myndina augum og tekjur eru samtals 78 milljónir króna.
Af öðrum tekjuháum myndum sem eru í bíóhúsum má nefna Dune, sem hefur rakað inn 41 milljón króna á sjö vikum og Paw Patrol: The Movie, en 29 þúsund manns hafa séð þá mynd á ellefu vikum og aðgangseyrir nemur 34 milljónum króna.
Kíktu á aðsóknarlista síðustu helgar hér fyrir neðan: