John Moore, leikstjóri myndarinnar Max Payne, er snældubrjálaður út í MPAA (Motion Picture Association of America) fyrir að gefa Max Payne rating R, en það þýðir einfaldlega að hún verður bönnuð innan 16. MPAA eru svipuð samtök og Smáís hérlendis, þ.e. þau ákveða aldurstakmörk og berjast gegn ólöglegu niðurhali á sjónvarpsefni.
,,MPAA breyta reglunum sínum eftir hentugleika, og það skiptir
eiginlega öllu máli hver horfir á myndina hverju sinni. Það er mjög
erfitt að sjá hvað er ásættanlegt og hvað ekki, en eftir að ég sá að The Dark Knight fékk aðeins PG-13 þá var ég ansi bjartsýnn á að Max Payne myndi fá sömu meðferð.“ sagði John Moore í viðtali. Hann sagði ennfremur: „The MPAA gave The Dark Knight a PG-13 rating and basically sucked Warner Bros’ cock.“
John Moore og framleiðendur Max Payne lögðu upp með að gera myndina PG-13, sem myndi þýðast á Bönnuð innan 12 eða 14 ára á Íslandi. PG-13 þýðir einfaldlega að minna blóð og viðbjóður sé til staðar, en einnig að yngri kynslóðin eigi auðveldara með að horfa á myndina sem þýðir að meiri peningar koma í kassa framleiðendanna. John Moore klippti gríðarlega mikið af myndinni til að gera hana áhorfsvæna fyrir yngri kynslóðina, en MPAA eru ekki sammála honum og gáfu myndinni Rated R, sem þýðir að Moore þarf að klipp enn meira af myndinni og það er hann ekki sáttur við.
Max Payne
er mynd gerð eftir samnefndum tölvuleik, en Mark Wahlberg leikur
aðalsögupersónuna Max Payne. Fjölskylda hans var myrt í tengslum við
samsæri og hann leitar réttlætis. Mona Sax (Mila Kunis) hefnir dauða
systur sinnar og saman eru þau elt af lögreglunni, mafíunni og fleiri
óprúttnum aðilum. Tölvuleikurinn hlaut gríðarlega góðar undirtektir og
myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, bæði á Íslandi sem og
vestanhafs.

