Lego-tvíeyki orðað við Ghostbusters III

Orðrómur er uppi um að leikstjórarnir Phil Lord og Christopher Miller muni sitja við stjórnvölinn á Ghostbusters III sem er í undirbúningi.

Ghostbusters_2_7870_MediumIvan Reitman átti að leikstýra myndinni en hann hætti við þátttöku sína eftir að „Draugabaninn“ Harold Ramis lést.

Lord og  Miller eiga að baki myndir á borð við 21 Jump Street og Lego Movie.

Harold Ramis, Bill Murray, Dan Akroyd, Ernie Hudson, Rick Moranis og Sigourney Weaver voru öll á einhverjum tímapunkti orðuð við endurkomu í Ghostbusters III en núna er óvíst hvað verður þar sem verið er að endurskrifa handritið.