Lego-tvíeyki orðað við Ghostbusters III

Orðrómur er uppi um að leikstjórarnir Phil Lord og Christopher Miller muni sitja við stjórnvölinn á Ghostbusters III sem er í undirbúningi. Ivan Reitman átti að leikstýra myndinni en hann hætti við þátttöku sína eftir að „Draugabaninn“ Harold Ramis lést. Lord og  Miller eiga að baki myndir á borð við 21 Jump Street og Lego Movie. […]

Bill Murray: „Guð blessi hann“

Leikarinn Bill Murray hefur gefið út yfirlýsingu varðandi andlát Harold Ramis, en þeir unnu saman að fjölmörgum kvikmyndum á 9. og 10. áratugnum. „Ég og Harold Ramis gerðum saman National Lampoon Show á Broadway, Meatballs, Stripes, Caddyshack, Ghostbusters og Groundhog Day. Hann lagði sitt af mörkum fyrir heiminn. Guð blessi hann.“ Ramis og Murray voru […]

Harold Ramis látinn

Leikstjóri Groundhog Day, Harold Ramis, lést í dag, 69 ára að aldri. Ramis hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm undanfarin ár og var hann umvafinn fjölskyldu sinni á heimili sínu í Chicago er hann lést upp úr hádegi. Ramis er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Egon Spengler í Ghostbusters, einnig á hann eftirminnileg hlutverk […]

Bill Murray í Ghostbusters 3

Harold Ramis, sem lék Egon Spengler í fyrstu tveimur Ghostbusters-myndunum, segir að Bill Murray muni endurtaka hlutverk sitt sem Dr. Peter Venkman í þriðju myndinni. „Þetta var hálfklikkað,“ sagði Ramis við Superofficialnews.com. „Alveg upp úr þurru fékk ég símtal frá Bill klukkan þrjú um nóttina. Hann sagði einfaldlega, „Já, ókei, ég er með“. Þetta er […]

Ghostbusters 3 fer af stað

Nú fara þær fréttir eins og eldur um sinu að þriðja kvikmyndin í Ghostbusters seríunni muni loks hefja tökur í maí á næsta ári. Síðan FeatureFilmAuditions hefur heimildir fyrir því að bæði Harold Ramis og Dan Akroyd munu snúa aftur í þriðju myndinni, sem og leikstjórinn Ivan Reitman sem leikstýrði fyrstu tveimur myndunum. Ghostbusters, sem […]