Bill Murray í Ghostbusters 3

Harold Ramis, sem lék Egon Spengler í fyrstu tveimur Ghostbusters-myndunum, segir að Bill Murray muni endurtaka hlutverk sitt sem Dr. Peter Venkman í þriðju myndinni.

„Þetta var hálfklikkað,“ sagði Ramis við Superofficialnews.com. „Alveg upp úr þurru fékk ég símtal frá Bill klukkan þrjú um nóttina. Hann sagði einfaldlega, „Já, ókei, ég er með“. Þetta er Bill Murray í hnotskurn. Hann kemur alltaf á óvart og kemur sér beint að efninu,“ sagði Ramis. „Bill sagði líka að stór hluti af ákvörðun hans um að leika í myndinni hefði verið stuðningurinn sem hann fékk frá aðdáendum sínum.“

Áður höfðu verið fregnir um að Murray væri ekki ánægður með handritið og hefði ekki áhuga á að taka þátt.

Dan Akroyd var búinn að gefa alla upp von um að Murray yrði með og hafði tilkynnt að myndin yrði gerð án hans en nú virðist honum hafa snúist hugur.

Tökur á Draugabönunum 3 eiga að hefjast 2014.