Lara Croft sigrar Svarta pandusinn

Eftir fjögurra vikna óslitna setu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans varð ofurhetjan Black Panther loksins að játa sig sigraða, en það er engin önnur en sjálf Lara Croft sem skaust upp fyrir pardusinn, ný á lista,  með rúmar fimm milljónir króna í aðsóknartekjur, í myndinni Tomb Raider.

Í þriðja sæti, og upp um eitt sæti er íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn á sinni sjöundu viku á lista.

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Í 13. sæti er gamanmyndin Gringo, og í 25. sæti er Loveless.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: