Kvikmyndasafn Íslands býður upp á fjölbreytt úrval af kvikmyndum á vikulegum sýningum sínum núna fram á vor. Nú eru í gangi þemu á borð við Japan, Glæpamyndir og Woody Allen. Nú fer að ljúka sýningum á Once Upon a Time in America og á eftir fylgja 14 myndir en þar af vil ég benda á þrjár sem mér finnst standa uppúr. Fyrst er það The Purple Rose of Cairo sem Woody Allen segir vera uppáhalds myndina sem hann hefur gert. Svo kemur Rashomon eftir Akira Kurosawa sem er á topp 250 lista IMDb yfir bestu kvikmyndir allra tíma. Og í lokin vil ég benda á The Untouchables eftir Brian De Palma en Sean Connery vann Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í þeirri mynd.
13. jan & 17. jan Once Upon a Time in America, 1. hluti – Sergio Leone
20. jan & 24. jan Once Upon a Time in America, 2. hluti – Sergio Leone
27. jan & 31. jan Ukigusa – Yasujiro Ozu
03. feb & 07. feb The Purple Rose of Cairo – Woody Allen
10. feb & 14. feb Konungskomur til Íslands 1907 – 30
17. feb & 21. feb Rashômon – Akira Kurosawa
24. feb & 28. feb Hannah and Her Sisters – Woody Allen
03. mar & 07. mar Vestfjarðakvikmynd
10. mar & 14. mar Cinema Paradiso – Giuseppe Tornatore
17. mar & 21. mar Sanshô dayû – Kenji Mizuguchi
24. mar & 28. mar Crimes and Misdemeanors – Woody Allen
31. mar & 04. apr Bronenosets Potyomkin – Sergei M. Eisenstein
07. apr The Whales of August – Lindsay Anderson
14. apr & 18. apr The Untouchables – Brian De Palma
21. apr & 25. apr When a Woman Ascends the Stairs – Mikio Naruse
28. apr & 02. maí Ådalen ’31 – Bo Widerberg
Nánari upplýsingar á: www.kvikmyndasafn.is
Sýningaskrá safnsins má finna hér.

