Kristilegur Cage

Uppáhaldsleikari margra Íslendinga, Nicolas Cage, er sífellt að bæta nýjum verkefnum á dagskránna hjá sér, og oftar en ekki eru þau áhugaverð, sum jafnvel skrýtin. IMDB kvikmyndavefurinn greinir nú frá því að Cage sé í viðræðum um að leika í myndinni Left Behind, sem verður kvikmyndaútgáfa af vinsælum heimsendabókum með kristilegu ívafi eftir Tim Lhaye og Jerry Jenkins, sem eru best þekktar fyrir að hafa verið kvikmyndaðar í þríleik þar sem barnastjarnan Kirk Cameron lék aðalhlutverkið. Þær myndir þóttu afar misjafnar að gæðum, en nutu þónokkurra vinsælda.  Fyrsta myndin af þeim fór í bíó en hinar beint á DVD.

Í þessari endurgerð myndanna með Cage hugsanlega í aðalhlutverkinu, segir frá hópi eftirlifanda þegar efsti dagur er runninn upp hér á jörðu, og hinir trúuðu farnir til fundar við Krist, en hinir vantrúuðu þurfa að takast á við skelfilegar afleiðingar trúleysis síns.

Það yrði gaman að sjá Cage takast á við þetta …