Kidman er nauðalík Grace Kelly

Fyrstu myndirnar eru byrjaðar að birtast af Nicole Kidman í hlutverki Grace Kelly, kvikmyndastjörnu og furstafrú af Mónakó, í myndinni Grace of Monaco.

Grace Kelly kvæntist Rainer fursta af Mónakó á hátindi leikferils síns í Hollywood, og hætti að leika. Hún lést í bílslysi 14. september árið 1982, 52 ára að aldri.

Myndin hér til hliðar er tekin á tökustað í Mónakó, og það má ekki á milli sjá hvort að hér sé gömul mynd af Kelly sjálfri á ferðinni, eða af Kidman að leika furstafrúna.

Í myndinni er fjallað um sex mánaða tímabil í lífi Kelly, árið 1962, þegar prinsessan, hjálpaði til á erfiðum tíma í sögu borgríkisins. Á þeim tíma var Kelly ennþá læra inn á kóngalífið í Evrópu, og hefðir og siði í ríkinu.

Leikstjóri myndarinnar er Olivier Dahan, en hann leikstýrði meðal annars La vie en rose, en í þeirri mynd lék Marion Cotillard hlutverk frönsku söngkonunnar Edith Piaf og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir þá túlkun sína.

Grace of Monaco kemur í bíó árið 2014.