Quentin Tarantino vinnur nú hörðum höndum að næstu mynd sinni, Django Unchained, en tökur fara óðum að hefjast, og er stefnt á að hún verði tilbúin jólin 2012. Tarantino hefur kallað myndina „Southern“, og mun hún spilast eins og spaghettívestri sem gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna á þrælahaldstímum.
Við höfum á undanförnum mánuðum heyrt fréttir um að gamlir vinir og nýjir séu að filla stór hlutverk sem smá á myndinni, og eru nú staðfestir á kreditlistann Jamie Foxx í hlutverki Django, fyrrverandi þræls sem fer í henfdarför gegn fyrri eiganda sínum, Calvin Candie (Leonardo DiCaprio), með aðstoð Dr. King Schultz, þýsks hausaveiðara og fyrrverandi tannlæknis (Christoph Waltz). Samuel L. Jackson leikur Stephen, tryggan húsþræl Candies, og Kurt Russel verður Ace Woody, bardagaþjálfari þræla Candies, en þeim er att saman heldri mönnum til skemmtunar í klúbbi Candies, Candyland. Orðaðir við minni hlutverk í myndinni hafa verið Joseph Gordon-Levitt, Don Johnson og Treat Williams.
Eitt mikilvægt hlutverk átti þó eftir að ráða í, nefninlega Broomhildu, eiginkonu Django. Hún er ennþá í eigu plantekrueigandans Candie, og verður kveikjan af mörgum atburðum myndarinnar. Kerry Washington (The Last King of Scotland) hafði lengi verið orðuð við hlutverkið, og nú hefur er hún staðfest í hlutverkið. Sagan segir að Tarantino hafi skrifað hlutverkið með hana í huga, en fengið bakþanka og viljað óþekkta leikkonu. Eftir mikla leit hafi hann svo komist að því að sennilega væri Washington best í hlutverkið. Þetta verður þá í annað skipti sem hún leikur eiginkonu Jamie Foxx, en þau léku áður hjón í myndinni Ray, um píanóleikarann blinda.
Tarantino hefur sagt: „Ég vil gera myndir sem kljást við hræðilega fortíð Bandaríkjanna, líkt og þrælahald, en gera það í stíl spaghettivestra, ekki sem einhverja stóra málefnamynd. Ég vil taka allt sem Ameríka hefur aldrei gert upp því hún skammast sín fyrir það, og aðrar þjóðir kljást ekki við því þeim finnst þau ekki hafa rétt á því, og gera úr þessu genre-mynd“. Líkt og hvaða verkefni sem Tarantino tekur sér fyrir hendur bíður kvikmyndasamfélagið spennt eftir afurðinni. Með fréttinni fylgir fyrsta myndin af setti Django Unchained, en þarna er Samuel L. Jackson í búningaprufum: