Kennedy setur nýtt met

rob lowe 2Sjónvarpsstöðin National Geographic setti nýtt met á sunnudaginn síðasta þegar send var út sjónvarpsmyndin Killing Kenndy. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Nielsen könnunarfyrirtækinu þá sáu um 3,4 milljónir manna myndina. Gamla metið á stöðinni átti myndin Killing Lincoln sem sýnd var í febrúar sl. – 3,5 milljónir horfðu á þá mynd.

Aðalleikarar í Killing Kennedy eru Rob Lowe, sem leikur John F. Kennedy Bandaríkjaforseta, og Ginnifer Goodwin. Myndin er byggð á bókinni Killing Kennedy: The End of Camelot eftir Bill O’Reilly og Martin Dugard.

Bandaríkjamenn minnast þess nú að 50 ár eru liðin síðan Kennedy var ráðinn af dögum, en fjöldi bóka og sjónvarpsefnis hefur komið út af þessu tilefni að undanförnu.