Gamli harðhausinn Harvey Keitel hefur slegist í leikarahópinn í þriðju „Meet the Fockers“ myndinni sem ber vinnuheitið Little Fockers.
Leikarar úr fyrri myndunum tveimur, þau Ben Stiller, Teri Polo, Robert De Niro, Blythe Danner og Owen Wilson eru öll mætt aftur til leiks ásamt nýliðunum Jessica Alba og Laura Dern.
Leikstjórn verður í höndum Paul Weitz, sem leikstýrði m.a. In Good Company.
Vinnuheitið, Little Fockers, er tilkomið vegna þess að nú eru það börn Fockeranna sem verða í forgrunni.
Harvey Keitel kemur til með að leika verktaka sem Ben Stiller ræður í vinnu.
Keitel lék síðast í National Treasure: Book of Secrets. Hann hefur einnig leikið í Mean Streets, Reservoir Dogs, Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans, Pulp Fiction og The Piano, og lauk nýverið við að leika í indí myndinni A Beginner’s Guide to Endings.

