Það borgar sig ekki að vanmeta fjölskylduvænar bíómyndir því tölvugerða myndin Cloudy with a Chance of Meatballs heldur velli sem vinsælasta myndin vestanhafs aðra vikuna í röð. Myndin sem er byggð á vinsælli barnabók halaði inn 24,6 milljón dollara á seinni viku sem gerir 60 milljón dollara fyrir báðar helgar.
Stjarnan Bruce Willis fékk andlegt spark í punginn því hin rándýra mynd Surrogates þénaði einungis 15 milljónir dollara fyrstu helgina, næstum því helmingi minna en Cloudy with a Chance of Meatballs. Í þriðja sæti kemur myndin Fame með 10 milljón dollara og þar á eftir er The Informant! með 6,9 milljónir.
1 —–Cloudy with a Chance of Meatballs —–$24,600,000—–$60,036,000
2 —–Surrogates —–$15,000,000 —– $15,000,000
3 —–Fame (2009) —–$10,033,000 —–$10,033,000
4 —–The Informant! —–$6,915,000 —– $20,992,000
5 —–Tyler Perry’s I Can Do Bad All By Myself —–$4,750,000—– $44,543,000
6 —–Pandorum —–$4,408,000 —– $4,408,000
7 —–Love Happens —–$4,327,000 —– $14,728,000
8 —–Jennifer’s Body —–$3,500,000 —– $12,306,000
9 —–9 —–$2,832,000 —–$27,101,000
10 —–Inglourious Basterds —–$2,722,000 —–$114,460,000

