Cloudy with a Chance of Meatballs
Öllum leyfð
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd

Cloudy with a Chance of Meatballs 2009

(Skýjað með kjötbollum á köflum)

Frumsýnd: 29. janúar 2010

Prepare to get served

6.9 189313 atkv.Rotten tomatoes einkunn 86% Critics 7/10
90 MÍN

Girnilegasti viðburður í sögu heimsins, eða allt síðan menn föttuðu að setja slátur út á grjónagraut. Þessi mynd er lauslega byggð á frægri barnabók, en myndin fjallar um bæ þar sem matur fellur af himnum ofan eins og rigning.

Aðalleikarar

Bill Hader

Flint Lockwood / FLDSMDFR (voice)

Anna Faris

Samantha "Sam" Sparks (voice)

James Caan

Tim Lockwood (voice)

Andy Samberg

Brent McHale (voice)

Bruce Campbell

Mayor Shelbourne (voice)

Bobb'e J. Thompson

Calvin "Cal" Devereaux (voice)

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Gagnrýni (1)

Skemmtileg steik
Ef fleiri teiknimyndir myndu sýna eins mikið hugmyndaflug og þessi gerir, þá myndi ég e.t.v. hoppa hæð mína. Eins og stendur þá er ég eiginlega einungis spenntur fyrir Pixar-myndum. Þeir kunna þetta þar. Cloudy with a Chance of Meatballs kemst ekki með tærnar þar sem flestar Pixar-myndir hafa hælanna, en hún er aftur á móti frumlegri og mun steiktari heldur en flestar aðrar (Dreamworks) teiknimyndir núorðið. Hún hefur stanslausa orku, litríka karaktera og dásamlega flippaðan húmor sem heldur öllu fjörinu gangandi. Þessir kostir eru nógu sterkir til að sigrast á göllunum, en það þýðir samt ekki að myndin sé frábær, sem hún hefði getað orðið.

Það er rosalega erfitt að líka illa við teiknimynd sem er svo bilaðslega klikkuð að eitt það jarðbundnasta við alla söguna er talandi api (STEVE!!), sem reyndar tjáir hugsanir sínar í gegnum tölvu. Myndin er á ofsahraða frá fyrstu mínútu, eins og smákrakki í sykurvímu. Það er aldrei langt í brandara (og sumir þeirra eru drepfyndnir!) og svo í þokkabót er henni ekki sama um persónurnar, þrátt fyrir að þær séu stórskrítnar. Já, allar! Það sem dregur myndina annars niður er þetta grautþunna (no pun intended) innihald, og ég er viss um að leikstjórarnir hafi bara ákveðið að gera myndina hraða ásamt því að hlaða hana bröndurum og brjálæði bara svo maður færi ekki að spá í því. Þetta er að vísu algengur galli þegar einhver tekur stutta og mestmegnis myndskreytta barnabók og teygir hana í 90 mínútna mynd. Cloudy tekst samt betur að fylla upp í lengdina heldur en t.d. þær myndir sem voru byggðar á Dr. Seuss bókunum og einnig hin nýlega Where the Wild Things Are. Það segir samt ekki mikið.

Innihaldið er því miður ekki það eina sem dregur myndina (og þ.a.l. einkunnina) niður, heldur vantar hreinlega allan sjarma í hana. Mér líkaði vel við persónurnar en maður heillaðist ekkert að þeim. Ég skil samt af hverju það hefði verið erfitt að gera þær heillandi. Myndin er svo upptekin við það að vera súr að það gefst lítill tími fyrir annað. En ég hefði samt ekki getað látið mér leiðast yfir henni þótt ég reyndi. Raddirnar eru allar líflegar (enda ekkert nema góðir grínistar hér komnir saman, sbr. Bill Hader, Anna Faris, Bruce Campbell, Neil Patrick Harris, Andy Samberg o.fl.), grafíkin - og litadýrðin - stórkostleg og húmorinn nær að halda dampi án þess að þreytast. Ég held að ég muni aldrei aftur sjá eins mikið samansafn af matarbröndurum á ævi minni.

7/10 - Semsagt, engin snilld en fáránlega skemmtileg mynd samt sem áður, og þrátt fyrir að ég mæli eindregið með henni fyrir alla aldurshópa, þá held ég að eldra fólkið eigi eftir að meta steikta grínið mun betur en krakkarnir. En helst ekki sjá hana á tómum maga.

PS. Telur einhver annar líklegt að þessi mynd verði ekta "stóner klassík?"

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn