Náðu í appið
Öllum leyfð

Fame 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. október 2009

Dream It - Earn It - Live It

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Fame er lausleg endurgerð á samnefndri mynd frá níunda áratugnum. Myndin segir frá nokkrum krökkum í virtum leiklistarskóla í New York og metnaði þeirra í að sækjast eftir feril sem leikarar, dansarar eða tónlistarmenn. Sagan fjallar um vináttubönd og ástir og stóra spurningin meðal vinanna í skólanum er þessi: Hver verður fyrstur til að ná frægð og frama?

Aðalleikarar

Dawson's Creek útgáfan af Fame
Hver í ósköpunum er tilgangurinn með því að endurgera Fame ef öllu er sleppt sem gerði þá mynd eitthvað góða? Ég er reyndar ekki gríðarlegur aðdáandi gömlu myndarinnar. Hún hafði slatta af göllum en að minnsta kosti var hún einlæg og trúverðug. Persónurnar voru ekki einhverjar dúkkur heldur alvöru einstaklingar sem maður náði að tengjast við. Alan Parker gerði mjög áhugaverða mynd sem hafði ýmislegt áhugavert að segja um skemmtanabransann og lífið almennt. Hún var allt annað en fjölskylduvæn, og meira að segja hreint út sagt niðurdrepandi á köflum.

Nú, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, er komin endurgerð sem algjörlega saxar burt allt saman það sem gerði upprunalegu myndina áhugaverða. Það er eins og einhver 14 ára unglingur hafi horft á þá mynd og hugsað: "það er ekki nógu mikið af dansatriðum og allt of mikill tími fer í það að fólk tali um vandamálin sín. GLA-TAÐ! Ég vil sjá Fame-mynd sem er hipp, skemmtileg og stútfull af lögum sem ég get sett inn á iPodinn minn." Svo hefur bæst við einhver óþekktur músík-vídeó leikstjóri sem var alveg sama um hráefnið og vildi bara gera hvað sem er svo lengi sem að það væri í fullri lengd og myndi innihalda nóg af dansnúmerum. Ég efa allavega að hann hafi "fattað" hvað gamla Fame snérist um. Hann kannski ákvað að kópera nokkrar lykilsenur, en ekkert meira en það.

Þessi nýja Fame-mynd er ekki einhver viðbjóður, vegna þess að hún er í raun þolanleg og meinlaus. Bara verst hvað hún er tilgangslaus svo ekki sé minnst á það hvað hún er fyrirmynd sinni til mikillar skammar. Það eru nokkur mjög flott dansatriði, þótt það sé lítill sem enginn tilgangur með þeim. Leikurinn er ágætur þótt það skari enginn framúr og yfir höfuð framleiðslan er voða mikið... meh! Það fer líka dálítið í mig hvað aðstandendur lögðu mikið á sig við það að setja *fallegt* fólk í hvert einasta hlutverk. Af hverju? Ekki hugmynd! Líklega svo að ungu fólki þætti skemmtilegra að horfa á myndina. Krakkarnir í gömlu myndinni voru miklu jarðbundnari og fjölbreyttari í útliti, en hérna lítur hver einasti leikari út eins og hann gæti verið að sponsera eitthvað.

Ef þú vilt sjá fjölskylduvæna, einfaldaða útgáfu af Fame sem inniheldur enga persónusköpun, pirrandi drama og á miklu meira sameiginlegt við Dawson's Creek og High School Musical heldur en uppruna sinn, þá ætti þessi ekki að valda vonbrigðum. Hún er kannski ekki eins eftirminnileg, en ungt fólk vill sennilega frekar sitja yfir einhverju sem er meira ætlað þeim heldur en að horfa á dýpri, betri mynd sem er kannski ekki fullkomin, en tekur allavega sömu hugmynd og sýnir hvernig best á að framkvæma hana.

4/10 - Samt margfalt betra heldur en íslenska leikritið sem var sýnt í Vetrargarðinum árið 2004. Ojbara...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn