Kærasta Svarta Pardussins fundin?

12 Years A Slave, Star Wars: The Force Awakens og The Jungle Book Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong’o á í viðræðum um að leika í Marvel myndinni um Svarta Pardusinn, eða Black Panther, samkvæmt frétt The Hollywood Reporter.

DF-02868FD.psd

Í Captain America: Civil War, var Pardusinn kynntur fyrir áhorfendum í fyrsta skipti og kom mikið við sögu.

Creed leikstjórinn Ryan Coogler mun leikstýra myndinni og Chadwick Boseman mætir að sjálfsögðu aftur í hlutverk Black Panther, öðru nafni T’Challa.

Enn er óvíst hvaða hlutverk Nyong´o myndi leika í myndinni, en ekki er ólíklegt að hún yrði kærasta T’Challa, samkvæmt Latino Review vefsíðunni. Þar á bæ segja menn að undir venjulegum kringumstæðum væri kærasta Pardussins Storm í X-Men, en vegna réttindamála þá er líklegra að kærasta hans verði Monica Lynne, söngkona sem síðar varð kærasta Wakanda prinsins auðuga T’Challa.

Black Panther verður frumsýnd 2. febrúar 2018 og tökur eiga að hefjast snemma árs 2017.