Jumanji traust á toppnum

Toppmynd síðustu viku, ævintýramyndin Jumanji: The Next Level, er traust á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð, en nýr listi var gefinn út nú í byrjun vikunnar. Þess ber þó að geta að engin ný Hollywoodmynd bættist í bíóhús landsmanna fyrir síðustu helgi.

Hitnar í kolunum í eyðimörkinni í Jumanji.

Aðra vikuna í röð situr einnig Frozen 2, sem hefur slegið í gegn hér á landi. Þriðja sætið er sömuleiðis óbreytt, en þar er enginn annar en Bond leikarinn Daniel Craig að rannsaka dularfullt sakamál í Knives Out.

Ein ný mynd er á listanum að þessu sinni, en það er pólska myndin How to Marry a Millionaire?, sem fer rakleiðis í fjórða sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: