Julianne Moore er forseti 13. umdæmis

Fyrri hluti síðustu myndarinnar um Hungurleikanna verður frumsýnd þann 21. nóvember næstkomandi. Í dag birtust nýjar myndir úr The Hunger Games: Mockingjay – Part 1. Julianne Moore hefur bæst í leikarahópinn og fer hún með hlutverk Alma Coin, forseta 13. umdæmis. Einnig má sjá leikarann sáluga Philip Seymour Hoffman í hlutverki leikjasmiðsins Plutarch Heavensbee.

Í myndinni sér Katniss Everdeen sig nauðuga til að sameina hverfin í Panem og efna til byltingar gegn spilltu ógnarstjórninni í höfuðborginni. Um leið og stríðið sem mun ákveða örlög Panem stigmagnast þar til að Höfuðborgin leggur öll hverfin í rúst, verður Katniss að ákveða hverjum hún getur treyst og hvað hún skuli gera, á meðan allt sem henni er kært hangir á bláþræði.

Hér að neðan má sjá myndband af merki myndarinnar og fyrstu ljósmyndirnar úr The Hunger Games: Mockingjay – Part 1.

1 - p6Ze9n7 2 - FfpcHwt 3 - q5wtGYM 4 - yb27j0n 5 - iTNodR6