Angelina Jolie ( Tomb Raider ) og hinn breski Clive Owen (Croupier) munu taka að sér aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd Martin Campell ( Vertical Limit ). Nefnist myndin Beyond Borders og er pólitísk ástarsaga. Fyrst voru nefndir til sögunnar í aðalkarlhlutverkið þeir kappar Kevin Costner og Ralph Fiennes en Jolie fannst þeir ekki nógu góðir og því voru þeir báðir látnir gossa. Henni aftur á móti leist svo vel á Owen að loksins er hægt að hefjast handa við gerð myndarinnar eftir langa bið. Aðstandendur myndarinnar anda nú léttar eftir að hin furðulega Jolie hefur nú loksins gefið eftir.

