Eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort að leikarinn Joaquin Phoenix hefði tekið að sér hlutverk DC Comics þorparans Jókersins, í kvikmynd Todd Philips, Joker, eða ekki, er nú orðið ljóst að Phoenix er sannarlega næsti Jóker.
Birst hafa af honum myndir til þessa þar sem hann virðist vera ósköp venjulegur maður, en nú er loksins komið að því að opinbera hans innri mann, Jókerinn sjálfan.
Jóker Phoenix virðist vera við fyrstu sýn nokkuð ólíkur Jókernum sem við sáum síðast í Suicide Squad, sem Jared Leto lék, sem var vel húðflúraður og galgopalegur.
Myndband sem birt er á Instagram reikningi leikstjórans Todd Philips, sýnir í hægri sýningu hvernig Arthur Fleck, sem er fullt nafn söguhetjunnar, umbreytist í Jókerinn, en í DC Comics teiknimyndasögunum er persónunni lýst sem manni sem samfélagið hunsaði.
Trúðaandlit birtist í leifturmyndum, og límist yfir andlit Phoenix, þar til við endum á nærmynd af Phoenix með sítt hár, málaðan rauðan munn, trúðaaugnabrúnir og breytt bros.
Viðbrögð á samfélagsmiðlum við þessari nýju útgáfu Jókersins hafa verið á ýmsa lund, og margir telja Jóker Heath Ledger í The Dark Knight, standa langtum framar. Aðrir líkja þessu við Ronald McDonald, lukkudýr McDonald skyndibitakeðjunnar, en aðrir eru spenntir fyrir því að sjá Phoenix takast á við hlutverkið.
Creepy and cool but…I just want the iconic Joker! Something like the Timm animated version or even what we have in the comics now would do, why is that so hard for DC? https://t.co/ZQzeD3eTp0
— Jon Bridges (@jonnbridges) September 21, 2018
Joaquin Phoenix’s Joker makeup revealed in behind-the-scenes footage. It’s creeeeeepy. https://t.co/SH8vdOTGfR pic.twitter.com/rBLB6TSQZA
— Polygon (@Polygon) September 21, 2018
Joker kemur í bíó á Íslandi 4. október á næsta ári.
Kíktu á myndbandið hér fyrir neðan: