Johnny English Reborn – nýr trailer

Það bíða efalaust margir spenntir eftir að sjá hinn klaufalega spæjara Johnny English aftur á hvíta tjaldinu nú með haustinu. Hann er staðráðinn í að bjarga heiminum enn á ný frá tortímingu í framhaldsmyndinni Johnny English Reborn. Fyrri myndin sem kom út árið 2003 fékk fína dóma hjá flestum notendum kvikmyndir.is, sem skrifuðu um hana gagnrýni, og nýja myndin er ekki síðri ef eitthvað er að marka trailerana sem eru komnir út.

Nýr trailer, sá annar í röðinni, var að koma hingað inn á kvikmyndir.is, og það er nóg að smella hér til að skoða hann á síðu myndarinnar.

Í honum sést hinn óborganlegi Rowan Atkinsons, sem leikur Johnny, fremja hvert klaufabragðið á fætur öðru, meiða fólk óvart, detta, ýta köttum út um glugga, og æfa innhverfa íhugun og bardagalistir í munkaklaustri með spaugilegum afleiðingum.