Jim Carrey staðfestur í Kick-Ass 2

Svo virðist sem orðrómurinn hafi ekki bara verið draumur einn, þar sem við eigum í raun von á að fá  gamanmyndaleikarann góðkunna Jim Carrey um borð í framhaldið sem margir bíða spenntir eftir, Kick-Ass 2: Balls to the Walls. Samkvæmt twitter-síðu leikstjórans Jeff Wadlow mun Carrey leika Colonel Stars.

Þetta er þó ekki fyrsta myndasögumynd Carrey á hans langa ferli þar sem hann er m.a. þekktur fyrir hlutverk sín í The Mask og Batman Forever, en þetta er fyrsta hlutverk hans í myndasögumynd í sautján ár.

Myndin er væntanleg þann 28. júní á næsta ári og tökur á myndinni hefjast eftir einungis fimm daga.