James Cameron: Avatar verður stærri en Titanic!

Leikstjóri myndarinnar Titanic, James Cameron, sat fyrir viðtali um daginn og sagði að næsta mynd hans, Avatar, verði stærri en Titanic. Hann lifir enn á frægð sinni eftir Titanic, en myndinni gekk hreint út sagt fáránlega vel í kvikmyndahúsum, en hún græddi yfir 600 milljónir dollara, upphæð sem The Dark Knight er að rembast við að ná.

„Avatar lætur Titanic líta út eins og lautarferð. Þetta stærsta verkefni sem ég hef unnið að.“ sagði James Cameron í umræddu viðtali. Avatar verður í þrívídd og er samblanda af leiknu efni og tölvugrafík.

Avatar er framtíðarspennutryllir og fjallar um baráttu mannkyns við að komast á fjarlæga plánetu, en handritið var skrifað fyrir heilum 14 árum síðan. Tökur eru búnar og eftirvinnsla myndarinnar stendur nú yfir. Alien stjarnan Sigourney Weaver er á heimaslóðum í þessari mynd, en hún leikur aðalhlutverkið.

Áætlað er að Avatar komi út 18.desember 2009.