Jack Black með kómíska útgáfu af Bourne Identity

Stórleikarinn Jack Black hefur slegist í lið með handritshöfundum teiknimyndarinnar Kung Fu Panda, þeim Jonathan Aibel og Glenn Berger. um að gera gamanmynd. Aibel og Berger munu skrifa handritið og Jack Black leika aðalhlutverkið, í mynd sem hann hefur sjálfur lýst sem kómískri útgáfu af The Bourne Identity.

Jack Black mun leika mann sem rekur á land og er algerlega minnislaus. Hann heldur að hann sé einhverskonar ofurspæjari, en er það í rauninni ekki. Universal hafa ákveðið að taka að sér gerð myndarinnar, í samning sem er 7 tölu hár.

Tökudagsetningar hafa ekki verið ákveðnar.