Náðu í appið
19
Bönnuð innan 16 ára

The Bourne Identity 2002

Justwatch

Frumsýnd: 20. september 2002

He was the perfect weapon until he became the target.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Jason Bourne er eltur uppi af fólki sem hann veit ekkert um. Það sem gerir málið verra er að hann þjáist sjálfur af minnisleysi, sem að þýðir að hann veit ekkert hver hann er eða í hvað hann er flæktur.

Aðalleikarar


Ég ákvað að horfa á allar 3 Bourne myndirnar í röð til að átta mig betur á þeim sem heild. Myndirnar höfðu mikil áhrif á spennumyndir almennt og ekki síst James Bond. Það er talað um myndir fyrir og eftir Bourne eins og myndirnar séu tákn um nútíma spennu- og njósnamyndir. Myndirnar eru byggðar á metsölubókum Robert Ludlum.

Fyrsta myndin er betri en mig minnti. Hún er hröð og eyðir ekki tíma í neina vitleysu. Damon er góður í aðalhlutverkinu en ef maður miðar við framhöldin er hann ennþá að fóta sig. Franka Potente (Lola Rennt) er frábær leikona og fullkomin í þessu hlutverki sem stefnulaus ferðalangur í Evrópu. Chris Cooper er rosalegur hér líkt og svo oft áður og Clive Owen birtist líka óvænt í skemmtilegu litlu hlutverki. Myndin er þétt og leggur vel grunninn að seríunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fantavel leikin eðalmynd sem er blanda af The French Connection og The Italian Job. CIA lögga (Matt Damon) er veidd upp úr sjónum og hann er minnislaus og veit ekkert hver hann er og hvað verkefni hans er og þarf að komast að því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki alveg jafn góð og ég bjóst við, en fín mynd engu að síður.

Söguþráðurinn í myndini er fínn en mér fynnst að það hefði mátt vanda betur valið á leikurum.

Matt Damon er reyndar ágætur í hlutverki Jason Bourne, minnslaus og á flótta undan CIA, en Franka Potente sem leikur Marie Helena Kreutz unga konu sem dregst einhvernveginn inní allt ævintýrið, hún fannst mér bara hundléleg, ásamt nokkrum aukaleikurum sem pössuðu bara ekki inní hlutverk sín.

Þrátt fyrir það þá mun ég horfa á framhaldið sem á að koma 2004 The Bourne Supremacy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bourne Identity er með bestu spennumyndum sem ég hef séð. Hún er ekki uppfull af tækni, heldur kemur hraði, hasar og spenna í staðinn. Ég hef ekki lesið bókina, en sagan sem er sögð í myndinni þykir mér mjög góð. Matt Damon er í hörkuformi og leikur hans er góður eins og alltaf. Franka Potente er mjög skemmtileg leikkona enda þekkt fyrir metnað og fagmennsku. Samspil þeirra og þeirrar úthugsuðu njósnasögu sem um ræðir, gerir myndina að fínustu afþreyingu: Minnislaus maður finnst illa farinn í sjónum og svo fara að skella á honum ýmsar dularfullar minningar úr fortíðinni og hann púslar smám saman hver hann var og hlutverki hans innan njósnageirans. Hann verður þó um leið að berjast fyrir lífi sínu, enda á hann marga óvini... Ég fór á myndina á fyrstu sýningardögum og hafði engar væntingar en kom út hæstánægð, enda er um ekta, vandaða bíómynd að ræða. Ég mæli hiklaust með henni fyrir alla aðdáendur góðra spennumynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Allt í lagi hasarmynd sem er allt of lengi að koma sér að efninu. Myndin byrjar vel og svo er hún aðeins svona talk í i klukkutíma og svo endinn. Myndin Bourne Identity frá 1988 með Richard Chamberlane var að nokkru betri en samt þessi er ekkert slæm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

28.10.2018

Naked Gun 4 farin af stað

Margir hafa hlegið dátt yfir ævintýrum Lt Frank Drebin í Naked Gun myndunum þremur, sem eru troðfullar af sprenghlægilegum fimmaurabröndunum, en nú eru 24 ár síðan síðasta mynd var frumsýnd, The Naked Gun 33 1/3: T...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn