Fair Game (2010)
Flett var ofan af Valerie Plame sem njósnara, af embættismönnum í Hvíta húsinu, að því er talið er til að koma höggi á eiginmann hennar.
Bönnuð innan 16 ára
BlótsyrðiSöguþráður
Flett var ofan af Valerie Plame sem njósnara, af embættismönnum í Hvíta húsinu, að því er talið er til að koma höggi á eiginmann hennar. Þetta gerðist í kjölfar greinar sem hún skrifaði í dagblaðið The New York Times þar sem hún sagði að Bush stjórnin hefði hagrætt upplýsingum í leyniskjölum um gereyðingarvopn í írak, til að réttlæta innrás í landið. Valerie Plame var á yfirborðinu bara venjuleg húsmóðir og eiginkona bandaríska þingmannsins Josephs Wilson. Fáir vissu að hún var í raun einn af millistjórum CIA , leyniþjónustu Bandaríkjanna. Í aðdraganda innrásar bandaríska hersins í Írak lögðu bandarískir ráðamenn mikla áherslu á að ástæðan væri fyrst og fremst óttinn við gjöreyðingarvopn Saddams Hussein. Joseph var fengin til að sýna fram á að Írakar hefðu m.a. keypt úran af Afríkuríkinu Niger, en niðurstaða hans var sú að sagan væri úr lausu lofti gripinn. Á þessu tók ríkisstjórn Bush ekkert mark og stakk skýrslu Josephs undir stól. Hann ákvað þá að skrifa grein um málið í New York Times og setti um leið í gang atburðarás sem átti eftir að valda bæði honum og Valerie miklum skaða.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur
























