Náðu í appið
62
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Kung Fu Panda 2008

Frumsýnd: 2. júlí 2008

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
1 tilnefning.

Po (Jack Black) er panda sem vinnur í núðlubúð fjölskyldu sinnar en er í raun forfallinn kung fu aðdáandi og dreymir um að verða frægur bardagakappi. Þegar illa stríðsherrapandan Tai Lung (Ian McShane) flýr úr fangelsi þá verður Po valinn af aldargömlum spádómi til þess að stöðva Tai. Draumar Po um kung fu velgengni rætast þar sem hann verður að læra... Lesa meira

Po (Jack Black) er panda sem vinnur í núðlubúð fjölskyldu sinnar en er í raun forfallinn kung fu aðdáandi og dreymir um að verða frægur bardagakappi. Þegar illa stríðsherrapandan Tai Lung (Ian McShane) flýr úr fangelsi þá verður Po valinn af aldargömlum spádómi til þess að stöðva Tai. Draumar Po um kung fu velgengni rætast þar sem hann verður að læra bardagaíþróttina frá heimsfræga kung fu hópnum Tryllta Fimmeykið - Meistari Tigress, Meistari Crane, Meistari Mantis, Meistari Viper og Meistari Monkey undir leiðsögn bardagagúrúsins Meistara Shifu (Dustin Hoffman). Allt veltur á liðinu og þau verða að gera sitt besta til að finna og stöðva hinn illa Tai Lung.... minna

Aðalleikarar

Handrit

Besta teiknimynd sem ég hef séð
Án efa besta teiknimynd sem ég hef séð. Og hún er ekki Pixar heldur DreamWorks, það kemur á óvart.
Í myndinni talar Jack Black (Tenacious D in The Pick of Destiny, School of Rock) fyrir pöndunna Po. Ég get bara sagt að hann var fullkominn í hlutverkið. Dustin Hoffman (Rain Man, Kramer vs. Kramer) var líka góður sem Master Shifu.
Angelina Jolie (Wanted, Mr. & Mrs. Smith), Lucy Liu (Charlie's Angels, Kill Bill), Seth Rogen (Knocked Up, Funny People), Jackie Chan (Rush Hour myndirnar, New Police Story), David Cross (Scary Movie 2, Alvin and The Chipmunks) og Ian McShan (Hot Rode, Death Race ) tala líka inn á.
Söguþráðurinn er bara snilld og bardagaatriðið í endanum var snilld. Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.

Quote:
Oogway: There is a saying: yesterday is history, tomorrow is a mystery, but today is a gift. That is why it is called the "present."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór með strákinn á þessa í bíó um daginn. Ég þurfti því miður að sjá hana á íslensku og missa af leikurum á borð við Jack Black, Dustin Hoffman, Angelina Jolei, Jackie Chan, Seth Rogan og Lucy Liu. Myndin var samt vel talsett, varl hægt að kvarta yfir því. Það er alltaf smá gamble með þessar myndir. Sumar eru frábærar eins og allar frá Pixar en svo eru myndir eins og Chicken Little sem eru greinilega bara gerðar til að græða peninga. Kung Fu Panda er hröð og heldur athygli manns mjög vel, sá litli var allavega dáleiddur allan tímann. Fyrir þá sem hafa horft á mikið af Kung Fu myndum er fullt af litlum tilvitnunum að ekki sé talað um bardagaaðferðirnar, t.d. tigerclaw og snake and crane. Myndin er ekki alveg jafn góð og Pixar myndirnar en nálægt því. Mæli með þessari fyrir foreldra sem eru í vandræðum að veljar úr sístækkandi úrvali tölvuteiknimynda. Hún getur líka verið guilty pleasure fyrir fullorðna sem eru ungir í anda ;-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær skemmtun!!!!
Ég er mikill aðdáandi Jack Black og hef verið það sl. ár. Ég fór á forsýningu á myndinni. Þetta var leikaraforsýningin á ÍSLENSKU!!!! Þessi mynd væri örugglega mun mun betri á ensku. Ég ætla að skella mér aftur á þessa mynd, vegna þess að íslenskan eyðilagði þetta eiginlega.

Íslenskan fær einkunina: 5/10


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær skemmtun!!
Kung Fu Panda fjallar um, eins og titillinn gefur til kynna, um pöndu eina. Heitir hún Po. Po er feit panda sem vinnur við að búa til núðlusúpur hjá föður sínum. En hann hefur ávallt haft áhuga á Kung Fu og hinum frægu Fimm fræknu. Þegar stærsti viðburður ársins er, þ.e. valið á Drekastríðsmanninum er haldið, brýst Po inn á hátíðina og er valinn fyrir algjörri tilviljun. Og nú þurfa hin Fimm fræknu að þjálfa hann ásamt Master Shifu til að hann geti barist við hinn illa Tai Lung.

Þetta nýjasta afrek Dreamworks er alveg mögnuð skemmtun. Hún hefur basically sama boðskapinn og flestar myndir þeirra, en bætir það upp með virkilega fyndnum húmor og frábærri talsetningu þar sem Jack Black er í fremsta flokki sem Po. Einnig er Dustin Hoffman flottur í talsetningu sinni sem Master Shifu. Þetta er mynd sem allir geta skemmt sér konunglega yfir, og mæli með öllum að sjá þessa sem fyrst. Fær 8 af 10 hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.08.2016

Fyrst yfir 100 milljóna dala múrinn

Selma leikstjórinn Ava DuVernay er fyrsti þeldökki kvenleikstjórinn í sögunni sem ráðinn er til að leikstýra leikinni bíómynd með kostnaðaráætlun yfir 100 milljónum Bandaríkjadala, eða 12 milljörðum íslensk...

04.04.2016

Ofurhetjur vinsælastar hér og í USA

Ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice trónir enn á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð, rétt eins og í Bandaríkjunum. Í öðru sæti íslenska listans er ný mynd, 10 Cloverfield Lane ...

29.03.2016

Batman og Superman vinsælastir - slógu met í USA

Batman v Superman: Dawn of Justice var langvinsælasta mynd nýafstaðinnar Páskaviku hér á Íslandi, sem og í Bandaríkjunum, þó myndin hafi fengið misjafna dóma gagnrýnenda. Tekjur myndarinnar hér á landi námu rúmum 8 mi...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn