J.J. Abrams framleiðir Mission Impossible 4

Eftir að J.J. Abrams leikstýrði og skrifaði handritið að Mission: Impossible III sem kom út árið 2006 þá kemur það eflaust fáum á óvart að hann hefur samþykkt að framleiða Mission: Impossible IV sem á að koma út árið 2012.

Miklar líkur eru á að Tom Cruise muni, eins og áður, leika aðalhlutverk myndarinnar, en þeir kumpánar segjast vera með frábæra hugmynd í höndunum sem þeir vilja að verði aðalsöguþráður myndarinnar. Engar fréttir eru þó komnar um það hver ætli að setjast í leikstjórastólinn.

Þrátt fyrir að Mission: Impossible III hafi fengið fína dóma þá græddi hún afar lítinn pening vestanhafs, þrátt fyrir að ganga vel á heimsvísu. Að mati margra ku ástæðan vera sú að vonbrigðin eftir Mission: Impossible 2 sem John Woo leikstýrði voru svo mikil að ,,franchisið“ nánast eyðilagðist og lítill áhugi því til staðar þegar þriðja myndin kom út.