Sena Heimsfrumsýnir Ice Age: Dawn of the Dinosaurs á miðvikudag 1. júlí í Smárabíói,
Háskólabíó, Regnboganum, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfabakka, Borgarbíói
Akureyri og Sambíóunum í Keflavík. Myndin er frumsýnd bæði með íslensku og
ensku tali og nú einnig í þrívídd (3-D) fyrir þá sem vilja en einnig er hún
sýnd eins og venjulega (í tvívídd).
Í fréttatilkynningu frá Senu segir að þetta sé þriðja myndin í einni vinsælustu teiknimyndaseríu allra tíma. „Um 90 þús manns samtals sáu fyrstu tvær myndirnar
í bíó! Lífið á ísöld heldur áfram sinni vanagang en breytingar og ný ævintýri
eru í aðsigi. Skrat heldur leitinni áfram að hnetunni sinni ástkæru en kynnist
um leið Skröttu og verður skotinn í henni. Manni og Elín eiga von á erfingja og
Manni er kvíðinn um að ekki sé allt tilbúið fyrir fæðinguna. Dýri er búinn að
fá nóg af því að vera höndlaður eins og hver annar heimilisköttur og veltir því
fyrir sér hvort hann sé að verða of latur? Lúlli óskar þess að eignast
fjölskyldu og stelur því risaeðlueggi sem verður til þess að hann endar í
dularfullum og hættulegum undirheimi. Vinir hans verða að koma honum til
bjargar en lenda um leið í miklum hættum og ævintýrum og verða að forðast allar
þessar hættulegu risaeðlur. En þá kynnast þau eineygðum merði, Móða sem veiðir
risaeðlur sér til skemmtunar! Frábær mynd og frábær skemmtun fyrir unga sem
aldna,“ segir í tilkynningunni.
Stúdíó Sýrland sá um íslenska talsetningu myndarinnar í
leikstjórn Þórhallur Sigurðsson sem talar jafnframt fyrir Lúlla letidýr (Sid).
Með önnur íslensk hlutverk í hjörðinni fara Felix Bergsson sem talar
fyrir loðfílinn Manna (Manny), Þórunn Lárusdóttir sem talar fyrir Elínu
(Ellie), Ólafur Darri Ólafsson sem talar fyrir Dýra (Diego), Atli Rafn Sigurðsson sem talar fyrir Edda (Eddie) og Rúnar Freyr Gíslason sem talar
fyrir Hrafn (Crash). „Að lokum viljum við kynna nýja persónu til leiks sem fer á
kostum í myndinni en það er hann Móði (Buck) í frábærri túlkun Þraster Leó
GunnarssonarÞrastar Leós Gunnarssonar og gefur hann Simon Peggekkert eftir í ensku útgáfunni,“ segir í fréttinni frá Senu.

