Ingvar í Justice League

Fyrsta stiklan fyrir ofurhetjumyndina Justice League var frumsýnd á Comic-Con hátíðinni í San Diego fyrr í dag, en meðal þeirra leikara sem sjást í stiklunni er enginn annar en Ingvar E. Sigurðsson, en honum bregður fyrir tvisvar í sýnishorninu.

ingvar

Justice League er ofurhetjuteymi úr heimi DC Comics teiknimyndasagnanna, svipað því sem Avengers teymið er í Marvel teiknimyndasögunum.

batman

Í stiklunni er Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, öðru nafni Batman, að safna liðinu saman til að berjast gegn aðsteðjandi ógn. Þær ofurhetjur sem mynda teymið auk Batman, eru Superman, Aquaman, Wonder Woman, Flash og Cyborg.

justice league mynd

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: