Independence Day 2 frumsýnd 3. júlí, 2015

Í mars sl. sögðum við frá því hér á kvikmyndir.is að von væri á tveimur framhaldsmyndum af stórmyndinni Independence Day þar sem jarðarbúar lögðu niður ágreining sín á milli til að berjast gegn óvinum utan úr geimnum.

independence-day-236114-620x348

Fyrir þá sem ekki þorðu að trúa því að gerð myndanna yrði að veruleika, þá geta þeir nú hætt að efast þar sem 20th Century Fox hefur nú tilkynnt um frumsýningardag fyrir mynd númer tvö. Dagurinn kemur ekki mikið á óvart; 3. júlí 2015, þ.e. daginn fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna.

Samfara þessari tilkynningu þá tilkynnti 20th Century Fox um breytingar á frumsýningardögum á nokkrum myndum öðrum. Dawn of the Planet of the Apes mun færast frá 23. maí 2014 til 18. júlí 2014. X-Men: Days of Future Past hefur færst fram, átti að vera frumsýnd 18. júlí 2014, en verður frumsýnd 23. maí í staðinn sama ár.

Assassins Creed, með Michael Fassbender í aðalhlutverkinu, færist um einn mánuð, eða frá 22. maí til 19. júní 2015.