Stærra en síðast! – Fyrsta stikla úr Independence Day: Resurgence!

„Þetta er klárlega stærra en síðast,“ segir Jeff Goldblum í lok fyrstu stiklu úr Independence Day: Resurgence, sem var að koma út nú rétt í þessu.

jeff goldblum

Myndin gerist 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, metsölumyndarinnar Independence Day, og segir frá því þegar geimverurnar koma aftur til að ná yfirráðum hér á jörðu, af enn meira afli en síðast, en Jarðarbúar hafa notað tæknina sem þeir kynntust í fyrstu myndinni til að styrkja heri sína.

i2

Jeff Goldblum, Bill Pullman og Vivica Fox mæta aftur til leiks í sömu hlutverkum og síðast, en á meðal nýrra leikara eru Liam Hemsworth og Jessie Usher.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: