Inception í kvöld

Í kvöld verður stærsta forsýng okkar haldin í sal 1 í Kringlubíói. Hún byrjar kl. 23:00 en fólk er beðið um að mæta helst tímanlega. Á slaginu viljum við helst byrja sýninguna (ekki segja að við vöruðum ykkur ekki við!), og fyrir þá sem muna ekki þá er hægt að kaupa miða í miðasölu Sambíóanna og á midi.is. Það er enn eitthvað af miðum eftir!

Og já! Reiknað er með HLÉLAUSRI sýningu, nema meirihlutinn mótmæli. Þið megið jafnvel kommenta hér fyrir neðan eða senda mér tölvupóst ef þið viljið hlé.

PS. Þeir fyrstu sem mæta í jakkafötum í kvöld fá Inception-plaköt og boli á meðan byrgðir endast! (Já, við teljum jakkaföt vera í stíl við myndina)

Vonast til að sjá sem flesta.

T.V.