Illmenni Amazing Spider-Man afhjúpað

Í PEZ formi.

Það hefur verið vitað í einhver tíma að illmenni nýju Spider-Man myndarinnar, The Amazing Spider-Man, verði betri hlið Doktor Curt Connors, The Lizard, leikinn af Rhys Ifans. Það sem hefur hins vegar ekki verið vitað, er hvernig Eðlumaðurinn mun koma til með að líta út í myndinni; þar til PEZ sýndi bæði hetju myndarinnar og illmenni hennar í PEZ formi, örugglega til gremju Columbia Pictures. Skjáskotið má finna hér fyrir neðan, en kíktu á það af þinni eigin áhættu, því þetta er ansi ‘anti-climatic’ leið til að sjá Eðlumanninn í fyrsta skiptið.

Kvikmyndin var gerð í ljósi þess að Columbia missti traustið á leikstjóranum Sam Raimi og hætti því við Spider-Man 4 og setti endurgerð í framleiðslu. Leikstjórinn að þessu sinni verður Marc Webb ((500) Days of Summer) sem mun vinna með handrit James Vanderbilt (Zodiac og The Losers). Andrew Garfield stígur í skó Peter Parkers/Spider-Mans, Emma Stone sem Gwen Stacy, á meðan Sally Field og Martin Sheen leika frændhjónin góðu; Mary og Ben Parker. Myndin mun einblína meira á framhaldsskólaár Parkers og hvernig kraftar hans þróast í því umhverfi. Einnig hefur henni verið borið saman við Batman-endurgerð Nolans, Batman Begins, og á hún að deila svipuðum tón og grófri töku á þekkri ofurhetju; hvort hún jafni hana í gæðum verður tíminn aðeins að leiða í ljós.

The Amazing Spider-Man er væntanleg 3. júlí næstkomandi.